Um okkur » Lottó - Áskrifandi með 76 milljóna vinning

Til baka í listaLottó - Áskrifandi með 76 milljóna vinning
Lottó-fréttir

Það var ljónheppinn áskrifandi sem var sá eini sem smellhitti á allar tölur kvöldsins og fær hann því óskiptan 1. vinning upp á rétt tæplega 76 milljónir.  Fimm miðaeigendur skiptu mér sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 200 þúsund kall, tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu, einn í Aðal-braut í Grindavík, einn í Olís í Reykjanesbæ og einn í Krambúðinni í Firði, Hafnarfirði.

Enginn náði að landa 1. vinningi í Jóker en 10 spilarar fengu 2. vinning sem hljóðar upp á 100 þúsund kall, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Skálanum í Sandgerði, N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík, Olís í Norðlingaholti, Reykjavík, þrír miðanna voru keyptir í Appinu og tveir á lotto.is.  Loks eru tveir miðanna í áskrift.