Um okkur » Vann 720 þúsund í XG getraunaleiknum

Til baka í listaVann 720 þúsund í XG getraunaleiknum
Getrauna-fréttir

Íslenskur tippari tippaði á rétta markatölu í tíu af þrettán leikjum sem voru á XG getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Var hann meðal níu sænskra tippara sem voru með flesta leiki rétta og skiptu þeir með sér vinningnum. Fær íslenski tipparinn 720 þúsund krónur í sinn hlut. Tipparinn keypti 128 raðir sem kostuðu 1.664 krónur. Enginn var með alla 13 leikina rétta en vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verður rúmlega 700 milljónir króna næstkomandi laugardag.