Um okkur » Stuðningsmaður Leiknis með 13 rétta

Til baka í listaStuðningsmaður Leiknis með 13 rétta
Getrauna-fréttir

Ein tippari, sem er stuðningsmaður Leiknis í Reykjavík,  var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastlinn laugardag. Fær hann í sinn hlut tæpar 700.000 skattfrjálsar krónur.  Tipparinn tippaði á opinn seðil þar sem hann þrítryggði 4 leiki og tvítryggði 3 leiki en 6 leikir voru með einu merki. Alls kostaði miðinn 8.424 krónur.