Um okkur » EuroJackpot - enginn með 1. vinning

Til baka í listaEuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir

1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni í EuroJackpot kvöldsins. Einn stálheppinn miðaeigandi hreppti þó 2. vinning og fær hann rúmar 165 milljónir króna en sá miði var keyptur í Noregi. Einnig voru tveir aðrir stálheppnir miðaeigendur en þeir nældu sér í 3. vinning og fá þeir tæpar 47 milljónir króna. Þeir miðar voru keyptir í Þýskalandi og Slovakíu.

Eins gekk 1. vinningur í Jóker kvöldsins ekki út en þrír heppnir náðu sér í 2. vinning og fá því 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í N1 Ártúnshöfða, appinu og einn er í áskrift.