Um okkur » Enginn með 1. vinning í Vikinglotto

Til baka í listaEnginn með 1. vinning í Vikinglotto
Vikinglotto-fréttir

1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni í Vikinglotto kvölsins. Hins vegar var einn heppinn Norðmaður með 2. vinning og fær hann rúmar 17, 5 milljónir. Þá voru tveir miðaeigendur með hinn al-íslenska 3. vinning og hljóta þeir rúmar 700 þúsund hvor. Annar miðinn var keyptur í Iceland, Glæsibæ og hinn er í áskrift.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en sex heppnir miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Plúsmarkaðinum, Olís Mjódd, tveir í appinu og tveir á lotto.is.