Um okkur » Lottó - fimmfaldur næst!

Til baka í listaLottó - fimmfaldur næst!
Lottó-fréttir

Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Sex heppnir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra rúmar 135 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði, á Olís á Siglufirði, einn miðinn er í áskrift, einn miði var keyptur í Lottó appinu og tveir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is. 

 

Sjö miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Olís í Garðabæ, einn miðinn var keyptur í Lottó appinu, tveir miðanna eru í áskrift og tveir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar lotto.is.