Um okkur » Tipparar í Grindavík með 13 rétta

Til baka í listaTipparar í Grindavík með 13 rétta
Getrauna-fréttir

Tipparar í Grindavík láta ekki deigan síga í tippinu og nældu sér í 13 rétta á Sunnudagsseðilinn. Var miðinn keyptur í gegnum félagakerfi UMFG. Notuðu Grindvíkingarnir Ú kerfi þar sem 7 leikir eru þrítryggðir og 2 leikir tvítryggðir og kostaði miðinn 8.788 krónur.  
Alls voru 15 tipparar á Íslandi með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og vinningurinn því ekki hár eða rúmar 80 þúsund krónur.  
Fjórir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir rúmar 600.000 krónur í sinn hlut hver. Einn vinningsmiðinn var keyptur í félagakerfi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og var hann með 7 tvítryggða leiki og 6 leiki með einu merki og kostaði 1.664 krónur.