Um okkur » Fréttir

  • Úrslit í Vikinglottó 2. ágúst
    Vikinglotto-fréttir

    Heppinn Dani var einn með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 432 milljónir króna í vinning. Þá voru tveir Norðmenn sem skiptu með sér 2.vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmar 8,5 milljónir króna í vinning. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk ekki út að þessu sinni. 

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift, einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn á lotto.is og einn á Lottó appinu. 

  • Úrslit í EuroJackpot 1. ágúst
    EuroJackpot-fréttir

    Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en sex miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra 51 milljón króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi og síðan voru hinir þrír miðarnir keyptir í Danmörku, Spáni og Finnlandi.

    Þá voru sjö miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 24 milljónir króna . Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og hinir miðarnir voru keyptir í Danmörku, Tékklandi og Finnlandi.

    Tveir voru með 2. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Hagkaup á Furuvöllum á Akureyri og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is. 

  • Lottó - tveir með 1. vinning!
    Lottó-fréttir

    Það voru tveir stálheppnir miðaeigendur sem voru með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 17 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og hinn miðinn er í áskrift. Tveir áskrifendur skipta svo með sér bónusvinningnum og fá rúmlega 786 þúsund krónur hvor.

  • Úrslit í EuroJackpot 28. júlí 2023
    EuroJackpot-fréttir

    Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld er tveir heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 181 milljónir króna í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Þýskalandi og einn miði í Finnlandi. Nítján miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 10 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Tékklandi, Svíþjóð, tveir í Hollandi, fjórir í Finnlandi og tíu í Þýskalandi.

    Tveir Íslendingar voru á meðal þeirra sem voru með 4. vinninginn og fær hvor þeirra rúmlega 439 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á lotto.is og í appinu.

  • Vikinglotto - 1. vinningur til Noregs!
    Vikinglotto-fréttir

    Stálheppinn Norðmaður var einn með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 1.300 milljónir í vinning. Það var einnig heppinn Norðmaður sem var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 71 milljón króna í sinn hlut. 

    Þá var áskrifandi einn með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann rétt rúmar þrjár milljónir króna.

    Heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann tvær milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann á Lottó appinu. Þá voru fimm með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is og sá fimmti var keyptur í Skalla í Hraunbæ í Reykjavík. 

  • Úrslit í EuroJackpot 25. júlí - Íslendingur vinnur í EuroJackpot!
    EuroJackpot-fréttir

    Íslendingur hafði heldur betur heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Hann er einn af fimm vinningshöfum sem skipta með sér 2.vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 45 milljónir króna. Miðann góða keypti hann á Veganesti á Akureyri. Hinir fjórir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Slóvaníu.

    Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku.

    Þá voru níu miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt rúmar 14. milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Eistlandi, Noregi, Spáni, Þýskalandi, Svíþjóð, Póllandi og síðan voru tveir miðanna keyptir í Finnlandi.

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn miðahafi var með 2. vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Olís Básinn í Keflavík.

  • Lottó - þrefaldur næst!
    Lottó-fréttir

    Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni. 

    Einn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðann góða keypti hann í Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Þá voru tveir með 2. vinning og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn er í áskrift og hinn miðinn var keyptur í Vikivaka á Laugarvegi. 

  • Úrslit í EuroJackpot 21. júlí
    EuroJackpot-fréttir

    Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt tæpar 106 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá þriðji var keyptur í Tékklandi. Sex miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 29 milljónir króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Póllandi og einn í Svíþjóð. 

    Þrír miðahafar voru með 2. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Einn miðinn er í áskrift og hinir tveir miðarnir voru keyptir á Lottó appinu og á heimasíðu okkar, lotto.is. 

  • Úrslit í Vikinglotto 19.júlí 2023
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Vikinglotto kvöldsins. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni.

    Enginn var með allar tölur réttar og í rétttri röð í Jókernum en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði, tveir miðar í Lottó appinu og einn miðanna er í áskrift.

  • Úrslit í EuroJackpot 18. júlí 2023
    EuroJackpot-fréttir

    Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en tveir heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra tæpar 100 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Póllandi. Þá skiptu þrír miðahafar með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rétt rúma 37,5 milljón. Tveir miðanna voru keyptir í Póllandi og einn í Þýskalandi.

    Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær fyrir það tvær milljónir króna í vasann. Miðinn var keyptur í Orkunni, Dalvegi. Einn var með 2.vinning í Jókernum og fær hann 100.000 krónur en miðinn er í áskrift.