Um okkur » Fréttir

 • Lottó - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og hlýtur hann 25.394.380 krónur í vinning. Miðinn góði var keyptur í Dalbotna, Hafnargötu 2, Seyðisfirði. Tveir voru með bónusvinninginn og hlýtur hvor þeirra 219.990 krónur í vinning, miðarnir voru keyptir í Gullnesti, Gylfaflöt, Reykjavík og í áskrift.

  Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var í áskrift.

   

 • Tveir með 1. vinning í EuroJackpot 6. júlí
  EuroJackpot-fréttir

  Það voru tveir miðahafar með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld. Þeir heppnu hljóta rúmlega 5,6 milljarða króna í vinning en miðarnir voru keyptir í Þýskalandi. 24 miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 125 milljónir króna.

 • Víkingalottó - úrslit 4. júlí
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki fyrsti, annar né þriðji vinningur gengu út að þessu sinni og flytjast því áfram til næstu viku. Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Olís, Langatanga, Mosfellsbæ, Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík, Siglósporti, Siglufirði og áskrift.

   

 • Lottó - 3faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar réttar og verður potturinn því 3faldur í næstu viku.  Tveir voru með bónusvinninginn og hlýtur hvor þeirra rúmlega 181 þúsund í vinning, annar miðanna var keyptur á lotto.is en hinn er í áskrift.

 • EuroJackpot - úrslit 29. júní
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar, en fjórir miðaeigendur skiptu 2. vinningi á milli sín og og hlýtur hver þeirra rúmlega 732,7 milljónir króna, þrír miðar voru keyptir í Þýskalandi og einn í Póllandi.

  Átta spilarar skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver um sig rúmlega 19,4 milljónir, einn miðinn var keyptur í Danmörku, einn í Finnlandi og sex í Þýskalandi.

 • Vikinglotto - vinningur upp á 2,6 milljarða til Noregs
  Vikinglotto-fréttir

  Lukkudísirnar voru hliðhollar Norðmönnum að þessu sinni en bæði 1. og 2. vinningur gengu út og voru báðir miðarnir keyptir í Noregi.  Upphæð 1. vinnings nam rúmlega 2,6 milljörðum króna og upphæð 2. vinnings nam rúmlega 32,4 milljónum króna.   Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vasann, annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn er í áskrift.

   

 • Vann tvisvar í sama Lottó útdrætti
  Lottó-fréttir

  Seinni vinningshafinn úr þar síðasta Lottó útdrátti skilaði sér á föstudaginn, miðinn var keyptur í Snælandi Núpalind. Fullorðin hjón úr Kópavogi komu með hann, brosandi og glöð.  Eiginmaðurinn hafði farið í Snæland í gær og í þetta sinn til að kaupa Vikinglottómiða og bað um að láta skoða Lottómiðann í leiðinni, vissi ekki að á honum leyndist þessi fíni vinningur upp á rétt tæplega 36 milljónir.  Og við fréttirnar steingleymdi hann að kaupa sér Vikinglotto, þvílík var geðshræringin.  Þeim fannst alveg merkilegt að hafa unnið allar þessar milljónir og töldu sig nú ekkert hafa við þær að gera og ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér.

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 51.900 krónur, einn miðinn var keyptur í Kletti í Vestmannaeyjum, einn á lotto.is og fjórir eru í áskrift. 

 • EuroJackpot 22. júní
  EuroJackpot-fréttir

  Enn eina vikuna gekk 1. vinningur ekki út og hefur náð hámarki,  deilist hann því niður á 2. vinning sem verður fyrir vikið verulega veglegur.  Ellefu miðaeigendur skiptu þessum risavaxna 2. vinningi á milli sín og hlýtur hver þeirra rúmlega 273,4 milljónir króna, átta miðar voru keyptir í Þýskalandi, einn í Slóveníu og einn í Svíþjóð. 

 • Dreymdi fyrir 36 milljóna Lottó vinning
  Lottó-fréttir

  Vinningsmiði í Lottó var keyptur á Flúðum en miðann keypti kona á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Um helgina dreymdi hana að hafa unnið í Lottó og fór því á sölustað eftir helgina til að láta skoða miðann og var sagt að ekki væri hægt að greiða þetta á staðnum, upphæðin væri of há og hún þyrfti því að fara til Getspár til að fá þetta greitt.  Konan hafði áður fengið vinning upp á rúmlega 30 þúsund krónur og hélt að þetta væri eitthvað svipað og spáði ekkert í hvaða upphæð hún hafði unnið,  varð því verulega hissa þegar henni var heilsað innilega og boðið innfyrir við komuna.  Þá var henni tjáð að hún hefði unnið um 36 milljónir, konunni varð orðfall og það komu tár, þvílík var undrun hennar og gleði þegar hún var búin að meðtaka tíðindin.