Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 1. apríl
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með 1. vinning að þessu sinni, en þrír miðaeigandur í Noregi voru með 2. vinning og fær hver rúmlega 12.8 milljónir króna í sinn hlut. Fimm voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

 • Engin leikskrá þessa vikuna
  Getrauna-fréttir

  Engin leikskrá er gefin út þessa vikuna þar sem engin leikir eru í boði á getraunaseðlum. Enn fremur eru miklar breytingar á leikjum í Lengjunni frá degi til dags, þannig að hætta er á að allir leikirnir verði úreltir þegar kemur fram í vikuna og leikskráin þannig ónothæf. Þess í stað geta tipparar slegið inn leikskra.is þar sem þeir sjá alla leiki á Lengjunni sem eru í boði í sölukössunum. Leikskra.is er gefin út í tvo daga í senn. Hér á síðunni er einnig hægt að sjá hvaða leikir eru í boði i Lengjunni á netinu og Lengjan beint. 

 • Sumartími í Evrópu – breyttur afgreiðslutími
  Fréttir

  Nú er sumartíminn genginn í garð víðast hvar í Evrópu og hefur það áhrif á hvenær lokað er fyrir sölu í Vikinglotto og EuroJackpot.
  Lokað er fyrir sölu í Vikinglotto klukkan 16:00 á miðvikudögum og í EuroJackpot klukkan 17:00 á föstudögum.

 • Úrslit í Lottó 28.mars - 6faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því sexfaldur í næstu viku. Einn heppinn áskrifandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 696 þúsund krónur í sinn hlut.

   

  Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði er í áskrift.

  Þá voru átta miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur fyrir. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Skálanum á Strandgötu 15 í Sandgerði, N1 Fossvogi í Reykjavík, N1 Gagnvegi í Reykjavík, Krambúðinni á Byggðavegi 98 á Akureyri, tveir voru í áskrift og tveir keyptu miða sinn á heimasíðu okka lotto.is

   

 • Úrslit í Eurojackpot 27 mars - einn íslendingur með 4.vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins en fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 101 milljón krónur. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Eistlandi og Finnlandi. Sex skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 23 miljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Lettlandi, Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Einn heppinn íslendingur var einn af þeim sem hreppti 4. vinning og fær hann tæpar 445 þúsund krónur í sinn hlut. Miðann góða keypti hann í Kvikk á Reykjavíkurvegi 58 í Hafnarfirði.

   

  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Euro Market á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, einn var í áskrift og einn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is

 • Vikinglotto - úrslit 25. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með 1. vinning að þessu sinni, en miðaeigandi í Noregi var einn með 2. vinning og fær hann rúmlega 70 milljónir króna í sinn hlut. Einn var með hinnn al-íslenska 3. vinning og fær viðkomandi tæplega 1,7 milljón fyrir það. Miðinn góði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.
  Þrír fengu 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miðinn er í áskrift en hinir tveir voru keyptir í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ og Skalla, Hraunbæ 102 í Reykjavík

 • Engir getraunaseðlar í þessari viku
  Getrauna-fréttir

  Engir getraunaseðlar verða í þessari viku vegna skorts á leikjum. Ekki er ljóst hvenær næstu seðlar líta dagsins ljós en Getraunir munu láta vita um leið og það gerist. 

 • Leikskrá Lengjunnar á leikskra.is
  Getrauna-fréttir

  Engin leikskrá fyrir Lengjuna verður gefin út á pappír þessa vikuna þar sem lítið er um leiki og eins víst að þeim leikjum sem í boði eru á mánudegi verði frestað þegar líða tekur á vikuna. Þess vegna verður leikskráin gefin rafrænt út á netinu. Sláðu inn leikskra.is í snjallsímann þinn og þá færð þú númer allra leikja sem hægt er að tippa á í sölukössunum hverju sinni. 

 • Lottó 5/40 - 5faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því fimmfaldur í næstu viku. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor þeirra rúmlega 303 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Lottó-appinu og á heimasíðu okkar, lotto.is.

   

  Sjö heppnir miðahafar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Bitanum á Iðavöllum í Keflavík, Happahúsinu í Kringlunni, á Lottó-appinu, á heimasíðu okkar lotto.is og tveir miðanna voru í áskrift.

 • Úrslit í Eurojackpot 20. mars 2020
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í Eurojackpot útdrætti kvöldsins en fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 87 milljónir í sinn hlut . Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi og þrír í Þýskalandi. Þá skiptu þrettán með sér 3. vinning kvöldsins og fá þeir rúmar 5 milljónir krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Tékklandi, tveir í Finnlandi og níu í Þýskalandi.