Um okkur » Fréttir

 • Tveir með 1. vinning í Lottó
  Lottó-fréttir

  Tveir stálheppnir miðahafar voru með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og skipta því með sér 1. vinningnum. Hvor þeirra fær rúmlega 10,8 milljónir króna en annar miðanna var keyptur í Lottó appinu og hinn í Snælandi, Núpalind. Þá deila tveir miðahafar bónusvinningnum og fá rúmlega 260 þúsund krónur hvor í sinn hlut. Miðarnir voru báðir keyptir í gegnum Lottó appið.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker í kvöld en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Söluskála Ólafsvík, hér á lotto.is og voru þrír miðahafar í áskrift.

 • Úrslit í EuroJackpot, 19. febrúar 2021
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn hlaut 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en fimm heppnir miðahafar deila með sér 2. vinningnum. Hver þeirra hlýtur rúmlega 64,2 milljónir íslenskra króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hollandi, Stuttgart og Hamborg í Þýskalandi og tveir miðanna voru keyptir í Danmörku. Þá skipta sex miðahafar með sér 3. vinning og fá 18,9 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Ítalíu og voru fjórir miðanna keyptir í Þýskalandi; Magdeburg, Koblenz, Berlín og München.

  Enginn miðahafi var með 1. vinning eða 2. vinning í Jóker í kvöld.

 • „Elskan mín, teldu bara núllin!“
  EuroJackpot-fréttir

  Hjón í Reykjanesbæ sem fengu 2. vinning í EuroJackpot upp á rúmlega 48,5 milljónir, fóru í gegnum allan tilfinningaskalann og áttu hreinlega erfitt með að trúa því að þau hefðu í raun og veru unnið. Vinningurinn nam alls rúmlega 291 milljón og skiptist á milli sex miðahafa. Vinningsmiðinn á Íslandi var keyptur í Bitanum í Reykjanesbæ en hinir fimm í Þýskalandi.

  Maðurinn, sem er dyggur lottóspilari, hefur það fyrir venju að kaupa
  5 raðir í sjálfvali í Eurojackpot fyrir 1.600 krónur. Eftir að hafa látið kanna miðann á sölustað, kom hann heim og tárin tóku að streymdu niður. Konan hans hélt í fyrstu að eitthvað alvarlegt hefði komið upp á en sem betur fer voru tíðindin mjög svo gleðileg. Börnum þeirra voru færðar fréttirnar og fengin til að staðfesta vinningskvittunina en jafnvel eftir þá vottun hélt konan áfram að efast og taldi ekki ólíklegt að þau hefðu í raun aðeins unnið 48 þúsund krónur. „Elskan mín, teldu bara núllin!“ sagði maðurinn þá!

  Hjónin sem eru á besta aldri sögðu að þessi fjárhæð mundi svo sannarlega koma sér vel í lífi þeirra og breyta miklu. Hlakka þau til að geta gert vel við sig og sína, þau sögðust jafnvel koma til með að bæta við einni eða jafnvel tveimur aukavikum í næstu ferð til Tenerife þegar færi gefst á ferðalögum á ný.

  Íslensk getspá óskar hjónunum innilega til hamingju með þennan glæsilega vinninginn.

 • Úrslit í Vikinglottó 17.febrúar
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann rúma 1,5 milljón í sinn hlut. Miðann keypti hann í Mini Market í Drafnarfelli 14 í Reykjavík.

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Jolla í Helluhrauni 1 í Hafnarfirði og hinn miðinn var í áskrift.

 • Lottó - 2faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í Lottó í kvöld og verður potturinn því 2faldur í næstu viku. Sex miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 71 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Bjarnabúð, Brautarhóli á Selfossi, á heimasíðu okkar, lotto.is, í Skalla, Hraunbæ í Reykjavík og þrír miðar voru í áskrift.

  Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru keyptir í Kvikk á Vesturlandsvegi í Reykjavík, N1 í Borgartúni í Reykjavík, á heimasíðu okkar, lotto.is, í lottó appinu og tveir miðar voru í áskrift.

  Heildarfjöldi vinningshafa var 6.947.

 • 2. vinningur í EuroJackpot til Íslands!
  EuroJackpot-fréttir

  Íslendingur hafði heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Hann er einn af sex vinningshöfum sem deila með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 48,3 milljónir. Miðinn góði var keyptur hjá Bitanum, Iðavöllum 14b í Reykjanesbæ. Hinir fimm miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi.

  1. vinningur gekk ekki út og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fjórir miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 25,5 milljónir hver. Einn miði var keyptur í Noregi og þrír í Þýskalandi.

  Einn heppinn miðahafi var svo með allar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur á vef okkar lotto.is. Þá voru fjórir með 4 réttar tölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Einn miði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn miðinn var í áskrift og tveir miðar voru keyptir í Lottó appinu.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.218.

 • Verðandi faðir skannaði inn vinning upp á 21 milljón
  Lottó-fréttir

  Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu svo sannarlega í lukkupottinn þegar Lottómiðinn þeirra reyndist luma á óskiptum tvöföldum fyrsta vinningi.

  Konan sem hafði einhvern tímann heyrt að ágætt væri að kaupa Lottómiða fjarri heimahögum ákvað að taka einn sjálfvalsmiða í Olís Langatanga þegar hún átti leið gegnum Mosfellsbæ.

  Þegar hún lét svo fara yfir miðann eftir útdrátt fékk hún ábendingu um að koma sem fyrst á skrifstofu Íslenskrar getspár í Laugardal. Þetta þótti henni óþarfa umstang fyrir ólétta konu enda hafði hún rekið augun í það að seðlinum var ein röð með 3 rétta og slíkir vinningar eru alltaf greiddir út beint.

 • Vikinglotto - 1. vinningur til Litháen
  Vikinglotto-fréttir

  Það var ljónheppinn lottóspilari í Litháen sem var aleinn með allar tölur réttar og hlýtur því óskiptan 1. vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 2 milljarða, nánar tiltekið 2.024.381.740 krónur.  Tveir skiptu mér sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 19 milljónir, annar miðinn var keyptur í Noregi en hinn í Danmörku.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út en þrír spilarar skiptu honum bróðurlega á milli sín, tveir þeirra eru með tölurnar í áskrift og einn keypti lukkumiðann á lotto.is.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en sjö miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hver, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Tjarnagrilli í Reykjanesbæ, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, N1 Fossvogi í Reykjavík, á lotto.is, í LottóAppinu og einn er með tölurnar sínar í áskrift.

 • Lottó 6. febrúar - Tveir áskrifendur með 1.vinning!
  Lottó-fréttir

  Tveir heppnir áskrifendur skiptu með sèr 1. vinningi í útdrætti kvöldsins og hlýtur hvor þeirra rétt tæpar 5 milljónir króna í vinning.

  Tveir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor þeirra tæpar 685 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðinn var í áskrift en hinn miðinn var keyptur á N1 á Húsavík.

  Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is

  Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru í áskrift en fjórði miðinn var keyptur í Olís Ánanaust, Ánanaust 10 í Reykjavík.

 • Úrslit í Eurojackpot 5. febrúar - Dani með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Stálheppinn Dani var einn með fyrsta vinning í útdrætti vikunnar og hlýtur fyrir það 1,7 milljarð í sinn hlut.

  Sex miðahafar skiptu með sér 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 49 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og hinir tveir miðarnir voru keyptir í Noregi og Hollandi.

  Sex skiptu svo með sér 3. vinning og fær hver þeirra rétt rúmar 17 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og þrír í Þýskalandi.

  Heppinn íslendingur var einn af þeim 49 sem skiptu með sér 4. vinning og hlýtur hann 717 þúsund krónur í vinning í sinn hlut. Miðinn var í áskrift.

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor í sinn hlut. Miðarnir voru báðir í áskrift.