Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 5. september
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1., 2. né 3.  vinningur gengu út að þessu sinni og flytjast því vinningsupphæðirnar áfram til næstu viku.
  Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir vinningsmiðanna voru keyptir hér á lotto.is, einn er í ásrift og hinir miðarnir voru báðir keyptir í Olís - annar á Tryggvabraut 1, Akureyri en hinn í Álfheimum í Reykjavík

   

 • Lottó - 4faldur næst !
  Lottó-fréttir

  September hefst með hvelli því lottópottur vikunnar gekk ekki út og verður fjórfaldur í næstu viku og áætlað er að hann nálgist 40 milljónir.  Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver um sig rúmlega 146 þúsund krónur, einn miðinn er í áskrift, annar var keyptur í Hagkaup í Smáralind og sá þriðji í Olís við Skúlagötu í Reykjavík.  

 • EuroJackpot - tveir með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Það eru margir miðaeigendur í útdrætti vikunnar sem munu hrósa happi en alls voru 57 vinningshafar sem fá milljónavinninga.  Þar af voru tveir Þjóðverjar lang heppnastir en þeir voru með allar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar réttar og fær hvor um sig rúmlega 3,8 milljarða í vinning.  Vinningshafar sem skiptu með sér 2. vinningi voru alls 23 og fær hver þeirra  rúmlega 12 milljónir, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Danmörku, Króatíu, Ítalíu, tveir á Spáni, Ungverjalandi, Slóvakíu, tveir í Póllandi og þrettán í Þýskalandi.  

   

 • Vikinglotto - 3. vinningur í 10-11 Suðurfelli
  Vikinglotto-fréttir

  Engin var með allar aðaltölur og Víkingatöluna og flyst því vinningsupphæðin 1.122.357.550 krónur yfir á 1. vinning í næstu viku.  Einn var með 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 28,4 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Danmörku.  Einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann rúmlega 2,9 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík.  Fjórir voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur, einn miðinn var keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is en hinir þrír eru með tölurnar sínar í áskrift.

 • Tryggðin við Arsenal skilar 4,6 milljónum króna
  Getrauna-fréttir

  Það getur borgað sig að vera aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Það fékk tipparinn og Arsenal aðdáandinn að reyna þegar hann tók sjálfval á enska getraunaseðilinn um helgina. Hann valdi 54 raðir og smellti á sjálfval. Þá kom upp tap hjá Arsenal og okkar maður ekki ánægður, hann smellti því aftur og þá kom upp jafntefli. Þegar tipparinn smelti á sjálfvalið í þriðja sinn kom upp sigur Arsenal og það var seðillinn sem okkar maður ákvað að taka. Þessar 54 raðir kostuðu 648 krónur. Tipparinn varð að vonum ánægður þegar hringt var í hann frá Íslenskum getraunum og honum sagt að hann hefði fengið 13 rétta og vinning upp á 4.6 milljónir króna.

 • Suðurnesjamaður með 13 rétta og 4.5 milljónir í vinning
  Getrauna-fréttir

  Suðurnesjamaður sem styður Keflavík var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Hann hlýtur um 4.5 milljónir króna í vinning. Leik Fulham – Burnley var frestað á laugardag fram á sunnudag og þurfti tipparinn því að bíða eftir úrslitum leiksins til að vita hvaða upphæð hann fengi í vinning. Það var allan tíman ljóst að hann var með 13 rétta þar sem þetta var einn af þrem leikjum á seðlinum hans sem var þrítryggður. Sigur Fulham færði tipparanum rétt um 4.5 milljónir króna en seðillinn var með þrem þrítryggingum, 54 raðir og kostaði 648 krónur.

 • Lottó 25. ágúst - tveir með 2 milljónir í Jóker
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður 1. vinningur því þrefaldur næsta laugardag.  Tveir skiptu með sér tvöföldum bónusvinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 320 þúsund krónur, annar keypti miðan á lotto.is en hinn er í áskrift.  Tveir spilarar sem báðir keyptu sér miða hjá N1, annar á Ísafirði en hinn á Hvolsvelli og voru svo klókir að taka Jókerinn með sjá svo sannarlega ekki eftir því.  Þeir voru með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fá því tvær milljónir í vinning, hvor um sig.  Að lokum voru þrír með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, annar keypti miðann hjá N1 í Reykjanesbæ en hinn hjá N1 á Selfossi.  Sá þriðji fór í Prinsinn í Mjódd í Reykjavík og keypti miðann sinn þar.

   

 • EuroJackpot - úrslit 24. ágúst - 2ja milljóna Jókervinningur!
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar réttar og flyst því upphæð 1. vinnings yfir til næstu viku. Tveir heppnir vinningshafar voru með 2. vinning og fær hvor um sig rétt tæplega 125 milljónir króna, annar miðinn var keyptur í Ungverjalandi en hinn á Ítalíu. Sjö skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 12,6 milljónir.  Einn miðinn var keyptur í Danmörku og sex miðar voru keyptir í Þýskalandi.

  Heppinn miðaeigandi var síðan með allar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hann 2 milljónir í vinning, miðinn er í áskrift.

 • Vikinglotto - úrslit 22. ágúst
  Vikinglotto-fréttir

  Norðmaður hafði heppnina í sínu liði að þessu sinni en hann var einn með 2. vinning og hlýtur að launum rúmlega 113,7 milljónir í vinning.  Hins vegar var enginn með 1. og 3. vinning.  Tveir voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, annar miðinn var keyptur í versluninni Vogum í Vogum og hinn í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.

 • Úrslit í Lottó 18. ágúst 2018
  Lottó-fréttir

  Eftir 51 milljón króna vinning í síðustu viku var engin með allar tölur réttar í Lottó í kvöld. Því stefnir í tvöfaldan pott næsta laugardag en bónusvinningurinn gekk ekki heldur út.

  Þrír heppnir voru með 2. vinning í Jóker og fær hver 100 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir miðahafanna voru í áskrift og var einn miði keyptur í Hólabúð, Reykhólahrepp.