Um okkur » Fréttir

 • Úrslit í Vikinglottó 3. febrúar
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 74 milljónir króna.

  Heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann rétt tæpar 2 milljónir króna . Miðinn var keyptur í Olís, Langatanga 1 í Mosfellsbæ.

  Sex voru með 4 réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum ; Skálanum, á Óseyrarbraut 15 í Þorlákshöfn, N1 Stóragerði í Reykjavík, Olís Lagarfelli á Egilsstöðum, N1 Hringbraut í Reykjavík, einn miðinn var í áskrift og einn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

 • Fjórir með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Fjórir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum um helgina og er vinngsupphæðin um 1.5 milljón króna. Auk þess fá tippararnir allt að 600.000 krónur í aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Enn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og fær rúma milljón í vinning. Þess má geta að í vikunni verður risapottur á Miðvikudagsseðlinum upp á 85 milljónir og á Enska getraunaseðlinum verða 200 milljónir í boði fyrir 13 rétta.

 • Lottó - 1. vinningur í Mosfellsbæinn
  Lottó-fréttir

  Það var viðskiptavinur hjá Olís við Langatanga í Mosfellsbæ sem hafði heppnina með sér og var einn með allar tölur réttar og fær rúmlega 21,2 milljónir í vinning.  Enginn var með bónusvinninginn sem var upp á rúmlega 900 þúsund og verður hann þrefaldur í næstu viku.  Fimm voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall hver, voru miðarnir keyptir á eftirtöldum stöðum;  N1 á Bíldshöfða í Reykjavík, Söluskálanum á Hvammstanga, á lotto.is, í lottó Appinu og einn miðinn er í áskrift.

 • EuroJackpot - 1. vinningur til Ungverjalands
  EuroJackpot-fréttir

  Ungverjar fengu óskiptan 1. vinning vikunnar sem hljóðaði upp á 1,7 milljarð.  Sjö skiptu með sér 2. vinningi og þar voru Ungverjar einnig með heppnina í sínu liði en fjórir vinningar fóru þangað, hinir þrír til Finnlands og Þýskalands, fær hver um sig rúmlega 87 milljónir í vinning.  Fimm skiptu með sér 3. vinningi og þar var einn sem fór til Ungverjalands, einn til Noregs, Þýskalands, Svíþjóðar og Slóveníu.

  Einn var með allar réttar tölurnar í Jóker og fær hann 2 milljónir, miðinn góði var keyptur í Vídeómarkaðnum, Hamraborg í Kópavogi.  Þá voru þrír með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vasann hver; einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í Appinu og einn á lotto.is

 • Úrslit í Vikinglottó 27. janúar 2021
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn áskrifandi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann rúmar 6.7 milljónir í sinn hlut.

  Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna eru í áskrift, og hinir miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Vestur restaurant á Aðalstræti 110 á Patreksfirði, Euro Market á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi og Jolla á Helluhrauni 1 í Hafnarfirði.

 • Lottó - 2faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með 1. vinning í kvöld. Enginn var með 1. vinning í Jóker í kvöld en fjórir miðahafar voru með 2. vinning.

  Hver þeirra fær 100 þúsund krónur í sinn hlut en miðarnir voru allir í áskrift.

  Heildarfjöldi vinninga var 5.235.

 • EuroJackpot - úrslit 22. janúar
  EuroJackpot-fréttir

  Sænskur miðahafi datt heldur betur í lukkupottinn  því hann var einn með 1. vinning og hlýtur 2.156 milljón  króna. Enginn var með 2. vinning, en sex miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 18 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Danmörku og fjórir í Þýskalandi.

  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru allir keyptir á Lotto.is

  Fjöldi vinninga á Íslandi var 3.127

 • Vikinglotto - úrslit 20. janúar
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 3. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og fær hann rúmar 36 milljónir króna í vinning.  Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

  Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Tveir í áskrift, einn á Lotto.is og einn á Lottó-appinu.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.125

 • Unnu 1,5 milljónir í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Þrír Íslendingar voru með alla leikina rétta á enska getraunaseðlinum og unnu sér inn rúmlega 1,5 milljónir króna hver. Tveir af þremur vinningshöfum keyptu seðilinn góða í félagakerfi Getrauna en það er sölukerfi íþróttafélaga landsins, sá þriðji keypti seðilinn með snjalltæki. Vinningshafarnir styðja liðin Fjölni, ÍR og Sindra á Hornafirði og greiddu 810, 960 og 2430 krónur fyrir sína seðla en þegar tipparar merkja seðilinn með getraunanúmeri félags rennur hluti af upphæð seðilsins beint til þess íþróttafélagsins.

  Íslenskar Getraunir óska vinnningshöfum innilega til hamingju með vinninginn.

 • Lottó 5/40 - Þrír með fyrsta vinning
  Lottó-fréttir

  Þrír heppnir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins og fær hver þeirra rúmlega 7,2 milljónir í vinning. Allir miðarnir voru keyptir á lotto.is. Þá voru tveir miðahafar með bónusvinninginn og hlýtur hvor þeirra 258.970 kr. Annar miðinn var keyptur á lotto.is og hinn er í áskrift

  Tíu voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Fjórir miðanna eru í áskrift, þrír voru keyptir á lotto.is, tveir voru keyptir í appinu og einn var keyptur í Olis, Álfheimum 49 í Reykjavík