Um okkur » Fréttir

 • Úrslit Milljólaleiks 2018
  Fréttir

  Eftirtaldir einnar milljón króna vinningar voru dregnir út.

  11 miðar eru í áskrift og verður haft samband við eigendur þeirra.
  3 miðar voru keyptir á lotto.is og verða eigendur þeirra einnig látnir vita.
  8 miðar voru keyptir á sölustöðum og eru númer þeirra ásamt upplýsingum um sölustað hér að neðan:

   

 • Vikinglotto - enginn með 1. vinning
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1., 2. né 3. vinningur gengu út í útdrætti vikunnar. Níu miðaeigendur voru með 4. vinning, fimm réttar tölur og fá þeir 55.530 krónur í sinn hlut.  Fjórir voru með fjórar Jókertölur réttar og fá þeir 100 þúsund kall í vinning, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Kvikk við Skagabraut á Akranesi, Söluskálanum Björk á Hvolsvelli, Hagkaup á Akureyri og Kjörbúðinni á Grundarfirði.

 • Tvírukkaðar áskriftir
  Fréttir

  Því miður voru boðgreiðslubunkar sem við sendum til Valitor þann 4. febrúar tvíunnir hjá þeim fyrir mistök. Það olli því að áskrifendur fengu á sig tvær færslur fyrir hverja einstaka færslu.
  Valitor er að vinna í því að leiðrétta færslurnar. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum, sem hafa valdið áskrifendum okkar miklum óþægindum.
  Starfsfólk Íslenskrar getspár

 • Lottó - 4faldur pottur næst!
  Lottó-fréttir

  Seinkun varð því miður í útdrætti kvöldsins vegna tæknibilunar í útdráttarvél. Þegar útdráttur var hafinn og búið var að draga eina tölu kom í ljós að allar fjörutíu kúlurnar höfðu ekki skilað sér í kúlubelg vélarinnar. Samkvæmt reglum um útdrátt þurfti því að endurtaka útdráttinn undir eftirliti fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Það var gert og út voru dregnar tölurnar 20, 32, 37, 26, 30 og bónustalan 21.

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku. Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 98.380 krónur. Einn miðinn var keyptur í Hagkaup á Eiðistorgi, einn miðinn er í áskrift og þrír miðar voru keyptir á lotto.is.

 • EuroJackpot - úrslit 2. febrúar
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en sex miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 48 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Króatíu, Danmörku, Slóveníu, Svíþjóð og tveir í Þýskalandi. Sjö voru með 3. vinning og fá þeir rúmar 14,5 milljónir hver, en miðarnir voru keyptir í Danmörku, Spáni, Tékklandi, Svíþjóð, Finnlandi og tveir í Þýskalandi.

 • Víkingalottó - úrslit 30. janúar
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni. Heppinn miðaeigandi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær viðkomandi  7.512.940 krónur í sinn hlut, miðinn var keyptur á Lotto.is. Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum, Hólshrauni, Hafnarfirði.

 • Heppilegt að það varð mjólkurlaust
  Vikinglotto-fréttir

  Hjón af Vestfjörðum sem hlautu 2. vinning í Vikinglotto ásamt tveimur Dönum 19.desember s.l., heimsóttu nýverið skrifstofu Íslenskrar getspár með vinningsmiðann góða sem færði þeim vinning upp á tæpar 22 milljónir.  Miðann hafði bóndinn keypt hjá N1 á Þingeyri en þangað lá leið hans fyrst og fremst til að kaupa mjólk í kaffið.  

 • Lottó 5/40 - Þrefaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í Lottóútdrættinum að þessu sinni og verður 1. vinningur því þrefaldur í næstu viku. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fá þeir 185.890 krónur hvor. Annar vinningsmiðanna er í áskrift en hinn var keyptur í N1, Borgartúni 39 í Reykjavík.
   

 • EuroJackpot - úrslit 25. janúar
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en þrír miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 85 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóveníu. Fjórir voru með 3. vinning og fá þeir rúmar 22,5 milljónir hver, en miðarnir voru keyptir í Noregi, Finnlandi og tveir í Þýskalandi. 

   

 • Keypti aukamiða fyrir tilviljun
  Lottó-fréttir

  Seinni Lottó-vinningshafinn í fjórfalda pottinum frá þar síðustu helgi hefur nú vitjað vinningsins hjá Getspá en það var ungur maður af höfuðborgarsvæðinu.  Hann hafði farið inn á lotto.is til að tryggja sér miða, síðar sama dag kom svo sterk tilfinning yfir hann og ákvað hann því að fara á nýjan leik inn á lotto.is og bæta við öðrum miða svona til öryggis. Og sem betur fer því sá miði skilaði honum einmitt 5 réttum og vinning upp á tæpar 22 skattfrjálsar milljónir.