Um okkur » Fréttir

  • Úrslit í EuroJackpot 15. nóvember 2022
    EuroJackpot-fréttir

    Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fá rúmar 76,5 milljón á mann. Annar miðinn var keyptur í Þýskalandi en hinn í Noregi. Þrír miðahafar skiptu með sér 3.vinningnum og fá tæpar 28,5 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Króatíu og Noregi. Hvorki 1. né 2. vinningur gekk út í Jókernum að þessu sinni.

  • ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS VERÐLAUNAÐUR Í ÁR
    Lottó-fréttir

    Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar um eftirtektarverða sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

    Ný verðlaun, Íþróttaeldhugi ársins, verða veitt samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2022. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó standa að nýju verðlaununum til að heiðra sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar og vekja meiri athygli á starfi þeirra.

  • Húskerfi Fylkis sló í gegn
    Getrauna-fréttir

    Tveir getraunaseðlar komu fram með 13 réttum í Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fengu báðir vinninga upp á rúmar 500.000 krónur. Annar seðillinn var keyptur af húskerfi Fylkis og hinn seðillinn af stuðningsmanni Þórs frá Akureyri og var þar um að ræða opinn seðil uppá 144 raðir og kostaði hann 1.872 krónur.

  • Vann 720 þúsund í XG getraunaleiknum
    Getrauna-fréttir

    Íslenskur tippari tippaði á rétta markatölu í tíu af þrettán leikjum sem voru á XG getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Var hann meðal níu sænskra tippara sem voru með flesta leiki rétta og skiptu þeir með sér vinningnum. Fær íslenski tipparinn 720 þúsund krónur í sinn hlut. Tipparinn keypti 128 raðir sem kostuðu 1.664 krónur. Enginn var með alla 13 leikina rétta en vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verður rúmlega 700 milljónir króna næstkomandi laugardag.  

  • Lottó - 6faldur næst!
    Lottó-fréttir

    Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldins og verður potturinn því sexfaldur næsta laugardag! Fjórir heppnir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum að þessu sinni og fær hver þeirra rétt rúmar 286 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru  keyptir í Hagkaup Eiðistorgi, N1 Borgartúni, Olís á Hellu og á heimasíðu okkar Lotto.is.

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar voru með 2.vinning og fær hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Miðarnir voru keyptir í Olís Gullbrú, Fjarðarkaupum, Lottó appinu og þrír miðanna á heimasíðu okkar Lotto.is.

  • Úrslit í EuroJackpot 11.nóvember 2022
    EuroJackpot-fréttir

    Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins en fimm heppnir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fá þeir rétt rúmar 56,5 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Hollandi og þrír í Þýskalandi. Þrír miðahafar skiptu með sér 3.vinningi og fær hver þeirra rúmar 53 milljónir í vinning en miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Einn heppinn miðaeigandi var með 2. vinning í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í N1 Borgarnesi, Brúartorgi.

  • Fékk rúmlega 1,4 milljónir fyrir 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Tippari gerði sér lítið fyrir og var með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum. Fær hann rúmlega 1,4 milljónir króna í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil með sjö tvítryggingum og einum þrítryggðum leik. Alls voru fimm leikir fastir með einu merki og raðafjöldinn var 384 raðir.

  • Vikinglotto - úrslit 9. nóvember
    Vikinglotto-fréttir

    Stálheppinn miðaeigandi í Noregi var einn með allar tölur réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 438 milljónir í vinning.  Þrír skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 17.8 milljónir króna, allir miðarnir voru keyptir í Noregi.

  • EuroJackpot - 1.vinningur til Þýskalands
    EuroJackpot-fréttir

    Heppnin var með miðahafa í Þýskalandi í kvöld sem var aleinn með 1. vinninginn og hlýtur tæplega 17,5 milljarða! Sautján skiptu með sér 2. vinningnum og fær hver þeirra rúmlega 176 milljónir í vasann, en miðarnir voru keyptir Danmörku, Ungverjalandi, Pólllandi og 14 í Þýskalandi. Þá voru þrjátíu og þrír miðahafar með 3. vinninginn og fær hver og einn þeirra rúmlega 7.7 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Króatíu, 2 í Hollandi og 29 í Þýskalandi.

  • Fékk 13 rétta og tæpar 5,3 milljónir í vinning
    Getrauna-fréttir

    Tippari af Austfjörðum gerði vel í getraunum þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn og tæpar 5,3 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil og tvítryggði átta leiki og hafði einn leik þrítryggðan. Tipparinn notar sjálfval, „en þegar mér líst ekki alveg á niðurstöðuna þá breyti ég“ sagði káttur tipparinn.  Fjórir leikjanna voru með einu merki, þar á meðal leikur Man. City – Fullham en þar var tipparinn með táknið 1 fyrir sigur Man. City. Það má því ætla að tipparinn hafi verið stressaður þegar Erling Haaland leikmaður Man. City tryggði liðinu sínu sigur og tipparanum tæpar 5,3 milljónir króna í vinning,  með marki úr vítaspyrnu, einum leikmanni færri, í uppbótartíma leiksins.