Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - Íslendingur með 2. vinning
  Vikinglotto-fréttir

  Íslendingur hlaut annan vinning ásamt tveimur Dönum og fær hver 21.766.150 kr. Miðinn góði var keyptur í N1 á Þingeyri. Finni var einn með tvöfaldan fyrsta vinning og fær í sinn hlut rétt tæpar 618 milljónir. Tveir voru með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hvor þeirra 988.480 kr., en miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni og N1 á Sauðárkróki.
  Einn var með allar Jókertölurnar réttar í réttri röð og fær fyrir það 2 milljónir króna. Miðinn var keyptur hér á lotto.is. 

 • Ungur maður vann 41,4 milljónir
  Lottó-fréttir

  Það var pollrólegur og mjög ánægður vinningshafi sem mætti til Getspár ásamt foreldrum sínum með vinningsmiðann frá síðasta laugardegi.  Er hann með þeim yngri sem við höfum fengið í heimsókn til okkar en hann er aðeins rétt um tvítugt, háskólanemi sem býr í foreldrahúsum.

  Ungi háskólaneminn heyrði auglýsingu um stóran Lottópott síðasta laugardag og hugsaði þá með sér “best að kaupa miða”.  Og þar sem hann átti leið um Hafnarfjörð ákvað hann að koma við í Fjarðarkaupum og klára málið, með von um vinning. 

 • Lottó 5/40 - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Heppinn Lottóspilari var einn með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 41 milljón króna í sinn hlut, en potturinn var fjórfaldur. Vinningsmiðinn var keyptur Fjarðarkaupum, Hólshrauni 1b í Hafnarfirði. Tveir hlutu bónusvinninginn og fær hvor þeirra 324.620 kr. Annar miðinn er í áskrift, en hinn var keyptur hér á lotto.is.
  Sjö voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir N1 á Ísafirði, Mini Market, Drafnarfelli 14 í Reykjavík, N1 í Hveragerði, N1 á Bíldshöfða í Reykjavík, tveir á lotto.is og einn er í áskrift

 • EuroJackpot - einn með 1. vinning !
  EuroJackpot-fréttir

  Aðra vikuna í röð gekk 1. vinningur út og að þessu sinni var það Spánverji sem var einn með allar tölur réttar og  nældi hann sér í tæpa 1,4 milljarða.  2. vinningur fór einnig til Spánar sem deildi honum með tveimur miðaeigendum í Þýskalandi og fær hver um sig rúmlega 76,1 milljón króna.  Og það var einnig Spánverji sem nældi sér í 3. vinning og deildi honum með félögum sínum í Danmörku, Noregi, Finnlandi, tveimur á Ítalíu og fimm í Þýskalandi.  Hver um sig fær 7,3 milljónir í vinning.

  Þrír voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund kall, einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur á lotto.is og einn í N1 við Stóragerði í Reykjavík.

 • Ný Lottóvél og nýr bakgrunnur
  Lottó-fréttir

  Á morgun, laugardaginn 15. desember, verður splunkuný útdráttarvél fyrir Lottó tekin í notkun ásamt nýjum lottókúlum og nýju útliti í bakgrunni og grafík. Lotta, eins og vélin gjarnan er kölluð, er sú fimmta í röðinni frá því lottóið byrjaði á Íslandi sem var í nóvember 1986 og er sú allra fullkomnasta sem völ er á.

 • Dreymdi vinningstölurnar
  Vikinglotto-fréttir

  Það streyma til okkar vinningshafar með stóra vinninga þessa dagana og að þessu sinni voru það lukkuleg hjón af Norðurlandinu sem komu á skrifstofu Íslenskrar getspár.  Meðferðis var vinningsmiði í Vikinglotto frá 28. nóvember s.l., en þau voru ein með hinn al-íslenska 3. vinning og fá þar með óskiptan vinninginn sem nam rúmlega 3 milljónum króna. Frúna dreymdi tölurnar, dreif sig á næsta sölustað og keypti 2 raðir í Vikinglotto fyrir aðeins 200 krónur.

 • Vikinglotto - 3. vinningur í Borgarnes
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni og verða báðir vinningsflokkarnir tvöfaldir í næstu viku.  Hins vegar gekk hinn al-íslenski 3. vinningur út, miðinn var keyptur í N1 við Brúartorg í Borgarnesi og fær eigandi hans rétt tæplega 1,7 milljón í vinning.  Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund í vinning, báðir miðarnir vorur keyptir hjá Olís;  annar við Esjubraut á Akranesi en hinn við Gullinbrú í Reykjavík.

 • Vestfirðingur fékk 131 milljón í EuroJackpot
  EuroJackpot-fréttir

  Það var kátur fjölskyldufaðir sem heimsótti Íslenska getspá með vinningsmiðann í EuroJackpot frá síðasta föstudegi. Maðurinn var að versla inn jólagjafir í Kringlunni og ákvað að skella sér á miða í Happahúsinu og sér hann sko heldur betur ekki eftir því. Þessi frábæri miði sem var 10 raða sjálfval með Jóker, skilaði honum 2. vinningi upp á rúmlega 131 milljón króna og er þetta lang stærsti vinningur í EuroJackpot sem komið hefur til landsins frá upphafi.

 • Lottó - 4faldur pottur næst!
  Lottó-fréttir

  Það stefnir í fjórfaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem 1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Tveir miðahafar voru þó með bónusvinninginn og fær hvor þeirra rúmlega 240 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Skalla Hraunbæ í Reykjavík og Holtanesti í Hafnarfirði.

 • Stærsti vinningur frá upphafi í EuroJackpot á íslandi!
  EuroJackpot-fréttir

  Risavinningur í EuroJackpot á Íslandi. Einn íslenskur spilari hafið svo sannarlega heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot en vinningurinn sem kom til Íslands var upp á rúmlega 131 milljónir króna. Um var að ræða 2. vinning sem skiptist á milli Íslands og Þýskalands. Miðinn góði var seldur í Happahúsinu í Kringlunni. Þetta er stærsti vinningur sem komið hefur til Íslands frá upphafi. 1. vinningur gekk einnig út í kvöld en sá miði var seldur í Danmörku.