Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - 1. vinningur til Íslands - 439 milljónir
  Vikinglotto-fréttir

  Það verða sannarlega gleðileg jólin hjá ljónheppnum Íslendingi sem var einn með 1. vinning þegar dregið var í Vikinglotto í kvöld.  Þessi lukkunnar pamfíll er með tölurnar sínar í áskrift og má því eiga von á símtali á morgun þar sem honum verður tilkynnt um vinning upp á nákvæmlega 438.930.000.  Er þetta næst hæsti vinningur sem komið hefur á einn miða hérlendis.

  2. vinningur gekk einnig út og fór hann til Noregs, hljóðaði hann upp á rúmlega 21,6 milljónir.   Hinn al-íslenski 3. vinningur fór svo til miðaeiganda sem verslaði í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, upphæð hans er rúmlega 4,1 milljón.

  Af Jóker er það að segja að enginn var með 1. vinning en tveir voru með 2. og fá þeir 100 þúsund krónur hvor.  Annar miðinn var keyptur í Versluninni Borg í Grímsnesi en hinn í Appinu.

 • 110 milljóna risapottur á Miðvikudagsseðli
  Getrauna-fréttir

  Ákveðið hefur verið að bæta við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum.  Vinningsupphæðin verður nálægt 110 milljónum króna. (7.5 milljónir sænskra króna). 
  Áætlað var að vera með risapott á Enska getraunaseðlinum þann 26. desember upp á 380 milljónir króna (26 milljónir sænskra króna) en ákvörðun um það hvort risapottur verði í boði mun liggja fyrir á fimmtudag. 
   

 • Lottó - 3faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmlega 317 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Olís, Langatanga 1 í Mosfellsbæ og hinn miðinn var í áskrift.

  Átta miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði, N1, Þjóðbraut 9 á Akranesi, Þrastarlundi í Grímsnesi, á heimasíðu okkar, Lotto.is, tveir í Lottó appinu og tveir miðar voru í áskrift.

  Heildarfjöldi vinningshafa var 8.973.

 • Enski getraunaseðillinn fellur niður
  Getrauna-fréttir

  Enski getraunaseðillinn fellur niður þessa helgi og hefur verið lokað fyrir sölu þar sem fjölda leikja á seðlinum hefur verið frestað.
  Reglan er sú að ef sjö eða feiri leikjum á getraunaseðlinum er frestað skal fella getraunaseðilinn niður.
  Allir tipparar sem keypt hafa miða munu fá hann endurgreiddan og fer endurgreiðslan fram næstkomandi mánudag. Þeir sem keypt hafa miða á sölustöðum fá miða sína endurgreidda þar, eða geta komið með miðann í afgreiðslu Getrauna að Engjavegi 6.
  Í hópleik mun bara Sunnudagsseðillinn gilda. 

 • EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
  EuroJackpot-fréttir

  Heppinn Þjóðverji var einn með 1. vinning í EuroJackpot og fær hann rúma 10,7 milljarða í vinning. 4 miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 104 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Króatíu, Þýskalandi og Noregi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 21 milljón króna. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi, Finnlandi, Tékklandi, tveir á Spáni og tveir í Þýskalandi. Það var svo einn heppinn Íslendingur í áskrift sem var einn af þeim 61 sem skiptu með sér 4. vinningi og hlýtur hann rúmar 804 þúsund krónur í sinn hlut.

  Tveir miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hvor. Miðarnir voru báðir í áskrift.

 • Enski getraunaseðillinn - frestaðir leikir
  Getrauna-fréttir

  Alls hefur sex leikjum verið frestað sem eru á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Samkvæmt reglum sem gilda um getraunaseðilinn fellur hann niður þegar sjö eða fleiri leikjum á seðlinum er frestað. Fari svo að einum leik til viðbótar sem er á Enska getraunaseðlinum verði frestað, verður seðillinn felldur niður og munu tipparar fá seðla sína endurgreidda. 
  Nánari upplýsingar koma fram hér á síðunni um leið og þær berast. 

 • Breyting á framsetningu vegna hlutkestis í getraunum.
  Getrauna-fréttir

  Breyting hefur verið gerð á þeim einingum sem notaðar eru þegar leik er frestað á getraunaseðli og nauðsynlegt er að beita hlutkesti til að fá fram úrslit. Áður voru 16 kúlur í potti sem merktar voru 1, X eða 2 og fór fjöldi kúlna með hverju merki eftir því hverjar líkur voru á heimasigri, jafntefli eða útisigri.
  Breytingin er ekki mikil en snýst um að nú eru 100 einingar í pottinum sem dregið er úr. Þær ákvarðast af líkum á heimsigri, jafntefli eða útisigri á viðkomandi leik, þann dag sem opnað er fyrir sölu á getraunaseðlinum. Í þeim tilfellum sem líkur liggja ekki fyrir, ákvarðar Svenska Spel líkurnar.
  Einingin er valin af Svenska Spel með handahófskenndum hætti (random generator) og eru líkurnar birtar á vefsíðu Getspár/Getrauna eins og áður, nema að nú eru einingarnar 100 í stað 16 áður.  

  Dæmi:
  Upphafsstuðlar í leik eru 1.66 (1), 4.25 (X) og 5.15 (2) sem gefur í prósentum 58%, 23% og 19%.
  Táknið 1 fær því einingu 1-58, X fær einingu 59-81 og 2 fær einingu 82-100.

 • Vikinglotto - fyrsti og annar vinningur til Noregs
  Vikinglotto-fréttir

  Norðmenn höfðu heldur betur heppnina með sér í Vikinglotto þessa vikuna, en 2 þeirra skiptu 1. vinningi á milli sín og fær hvor rúmlega 1,5 milljarð króna. Aðrir tveir skiptu svo með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 12 milljónir króna í sinn hlut.
  Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír áskrifendur kræktu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur að launum.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.468

 • Þrír með 13 rétta og rúmar 2 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Þrír aðilar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fengu þeir allir rúmar 2 milljónir í sinn hlut.
  Stuðningsmaður Njarðvíkur fékk 13 rétta eftir að hafa keypt seðil með 3 tvítryggðum og 2 þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur.
  Stuðningsmaður Dalvíkur fékk 13 rétta á seðil með 7 tvítryggingum sem kostaði 1.920 krónur og hópur í félagakerfi Bridgesambandsins fékk 13 rétta á kerfisseðil sem innihélt 1.529 raðir og kostaði 22.935 krónur.

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmlega 240 þúsund krónur, miðarnir eru báðir í áskrift.

  Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hann 100 þúsund krónur í vinning, miðinn var keyptur í Appinu.