Um okkur » Fréttir

 • EuroJackpot - úrslit 19. nóvember
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 56,1 milljónir króna. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 14,1 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Ungverjalandi, Póllandi, Finnlandi og tveir í Tékklandi.

 • Vikinglotto - 3. vinningur í Appinu
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út en einn var með 3. vinning og fær hann rúmlega 2,1 milljón í vinning.  Miðinn var keyptur í Appinu.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en sjö miðahafar voru með 2. vinning og fá þar með 100 þúsund krónur.  Þrír miðanna eru í áskrift, tveir voru keyptir á heimasíðunni okkar lotto.is, einn í appinu og einn í N1 á Hvolsvelli.

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar þessa vikuna og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fá þeir rúmlega 200 þúsund hvor, annar miðinn var keyptur í Hagkaup, Skeifunni í Reykjavík en hinn á heimasíðunni okkar, lotto.is.

  Jóker; enginn var með 1. vinning en sjö miðahafar nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hver, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Krambúðinni við Laugalæk, Reykjavík, Söluturninum við Hraunberg í Reykjavík, Vídeómarkaðnum við Hamraborg í Kópavogi, Extra í Kaupangi á Akureyri.  Tveir eru með miðana sína í áskrift og einn keypti á lotto.is

 • EuroJackpot - enginn með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmlega 88,6 milljónir króna í vinning.  Einn miðinn var keyptur í Póllandi en hinir tveir í Þýskalandi.  Tveir miðahafar skiptu 2. vinningi bróðurlega á milli sín og fær hvor um sig rétt tæplega 47 milljónir, annar í Danmörku  og hinn í Þýskalandi.

  Jóker:  Enginn var með 1. vinning en fjórir lönduðu 2. vinningi og fá þeir 100 þúsund kall hver, miðarnir voru keyptir á þessum stöðum; Olís við Sæbraut í Reykjavík, Doddagrilli í Garði, í Appinu og einn er í Áskrift.

 • Vikinglotto - úrslit 10. nóvember
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna, en þrír skiptu með sér hinum al-íslenska þriðja vinningi og fær hver þeirra rúmlega 655 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir Hagkaupum á Akureyri, Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og N1 í Mosfellsbæ.
  Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír hlutu 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur að launum. Tveir miðanna eru í áskrift, en sá þriðji var keyptur í Öldunni á Vopnafirði

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.686

 • Lottó - Einn með 1. vinning
  Lottó-fréttir

  Heppinn miðahafi sem var einn með allar tölur réttar og fær fyrir það rúmar 9,5 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði var keyptur í Lotto-appinu. Tveir voru með bónusvinninginn og fær hvor rúmlega 208 þúsund krónur í sinn hlut, miðarnir voru keyptir hjá Kvikk, Fitjum, Njarðvík og Olís á Akranesi.

 • EuroJackpot - úrslit 5. nóvember
  EuroJackpot-fréttir

  Tveir miðahafar skiptu með sér 1. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmar 759 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir á Spánni og Þýskalandi. Fimm miðahafar skiptu svo með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 53 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir Tékklandi, Svíþjóð, Póllandi og tveir í Þýskalandi.

 • Áskrifandi skuldlaus átta árum á undan áætlun
  Lottó-fréttir

  Það var lukkulegur Lottó-áskrifandi sem fékk símtal frá Íslenskri getspá eftir útdráttinn síðastliðinn laugardag. Þá hafði verið staðfest að kona um sextugt hafði verið ein með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þannig tryggði áskriftin og fimm réttar tölur henni sannkallaðan risavinning: Fjórfaldan pott óskiptan eða rétt tæpar 53 skattfrjálsar milljónir.

  Konan var að sjálfsögðu alsæl með vinninginn. Hún lét þess sérstaklega getið þau hjónin hefðu nýverið farið vandlega yfir fjárhagsstöðu sína og sett sér markmið um að greiða upp öll lán með markvissum hætti til að verða algjörlega skuldlaus árið 2029. Skemmst er frá því að segja að biðin eftir þessu markmiði hefur styst svo um munar!

  Að lokum er minnt á hversu auðvelt er að gerast áskrifandi inni á lotto.is sem og í lottóappinu.

 • Vikinglotto - úrslit 3. nóvember
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna, en þrír skiptu með sér hinum al-íslenska þriðja vinningi og fær hver þeirra rúmlega 655 þúsund krónur í sinn hlut. Einn miðinn var keyptur í Olís v/Gullinbrú í Reykjavík, einn í appinu og einn er í áskrift.
  Enginn var með 1. vinning í Jóker en sex nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur að launum. Tveir miðanna voru keyptir í appinu, einn á lotto.is, tveir eru í áskrift og einn var keyptur í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.686

 • Valsari og stuðningsmaður ÍFR unnu 1.8 milljónir í getraunum hvor.
  Getrauna-fréttir

  Stuðningsmaður Vals og stuðningsmaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík unnu rúmar 1.8 milljónir króna þegar þeir fengu 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Valsarinn tippaði á Ú-kerfi þar sem hann þrítryggði 5 leiki, tvítryggði 3 leiki og var með eitt merki á 5 leikjum. Kostaði kerfið 7.800 krónur. Stuðningsmaður ÍFR var með tvöfalt stærra kerfi og fjóra leiki með einu merki og kostaði það 14.805 krónur. Bæði kerfin gengu upp og skiluðu tippurunum rúmum 1.8 milljónum króna.