Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - 2. vinningur til Finnlands
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en heppinn miðeigandi í Finnlandi var einn með 2. vinning og fær hann rúmar 253 milljónir króna. Tveir áskrifendur skiptu hinum al-íslenska 3. vinningi á milli sín og fá þeir 876.290 kr. hvor.
  Tveir heppnir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jókernum og fá þeir 2 milljónir hvor í vinning. Báðir miðarnir voru keyptir hér á heimasíðunni lotto.is. Þá voru fimm með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, N1, Hrigbraut 12 í Reykjavík, lotto.is og tveir eru í áskrift.

 • EuroJackpot - úrslit 21. nóvember
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Þjóðverji var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 141 milljón króna. Þá voru sjö með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 11 milljónir króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, en hinir voru keyptir í Finnlandi, Ungverjalandi, Tékklandi og Króatíu. 

  Tveir voru með 2. vinning í Jókernum í kvöld og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur hjá Olís í Álfheimum og hinn á heimasíðu okkar, lotto.is. 

   

 • Víkingar og Blikar sækja milljónir 
  Getrauna-fréttir

  Helgin var gjöful fyrir Víkinga og Blika í Getraunum. Húskerfi Víkinga fékk 13 rétta á laugardaginn á Enska getraunaseðlinn og fá Víkingar í sinn hlut rúmar 4,4 milljónir króna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húskerfi Víkinga slær í gegn og fær 13 rétta en félagið er eitt öflugasta félagið á landinu í sölu getrauna undir styrkri stjórn Haraldar Haraldssonar framkvæmdastjóra Víkings. 

  Breiðablik lætur ekki sitt eftir liggja og það var Bliki sem var með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum. Fær hann fyrir það rúmar 6,6 milljónir króna í sinn hlut.   

 • Lottó - 2faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Heppinn miðaeigandi var einn með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 409 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn er í áskrift.

  Þá voru fimm heppnir miðaeigendur með 2. vinning í Jóker kvöldsins og fá þeir allir 100.000 krónur í sinn hlut. Fjórir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur í Lottó appinu.

 • EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
  EuroJackpot-fréttir

  Þýskur miðaeigandi hafði heppnina með sér, en hann var einn með 1. vinning sem var rúmlega 5,4 milljarðar króna. Fimm voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 54 milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Finnlandi og einn í Póllandi. Þá skiptu sex miðaeigendur  3. vinningi á milli sín og fá þeir rúmar 25 milljónir króna hver. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Póllandi og Noregi.
  Þrír voru með 2. vinning í Jókernum í kvöld og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Stórhjalla 2 í Kópavogi, lotto.is og einn er í áskrift.

 • Vikinglotto - úrslit 15. nóvember
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en þrír heppnir Norðmenn skiptu með sér 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 22 milljónir króna. Þá var einn miðahafi með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann rúmar 3,8 milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann á Olís Fitjum í Reykjanesbæ. 

  Enginn var með allar Jóker tölurnar réttar og í réttri röð en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift og sá þriðji var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is. 

   

 • EuroJackpot - úrslit 14. nóvember
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en stálheppinn þjóðverji var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 167 milljónir króna í vinning. 

  Þá voru tveir miðahafar sem skiptu með sér 3. vinning og hlýtur hvor þeirra 47 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Noregi og í Þýskalandi.

   

  Tveir voru með 2. vinning í Jókernum í kvöld og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur. Annar miðinn er í áskrift og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is. 

 • Enski seðillinn kemur á fimmtudag
  Getrauna-fréttir

  Enski getraunaseðillinn í þessari viku verður ekki birtur fyrr en á fimmtudagsmorgun. Ástæðan er sú að vegna landsleikjahlés er möguleiki á að leikjum verði frestað ef leikmenn liðanna eru kallaðir í landsliðsverkefni. Með því að birta seðilinn ekki fyrr en á fimmtudagsmorgun er verið að reyna að tryggja að allir leikirnir á seðlinum verði spilaðir.  

 • Tipparar í Grindavík með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Tipparar í Grindavík láta ekki deigan síga í tippinu og nældu sér í 13 rétta á Sunnudagsseðilinn. Var miðinn keyptur í gegnum félagakerfi UMFG. Notuðu Grindvíkingarnir Ú kerfi þar sem 7 leikir eru þrítryggðir og 2 leikir tvítryggðir og kostaði miðinn 8.788 krónur.  
  Alls voru 15 tipparar á Íslandi með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og vinningurinn því ekki hár eða rúmar 80 þúsund krónur.  
  Fjórir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir rúmar 600.000 krónur í sinn hlut hver. Einn vinningsmiðinn var keyptur í félagakerfi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og var hann með 7 tvítryggða leiki og 6 leiki með einu merki og kostaði 1.664 krónur.  

 • Lottó 5/42 - einn með fyrsta vinning!
  Lottó-fréttir

  Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rétt rúmar 35 milljónir króna í vinning. Miðann góða keypti hann í Lottó appinu.  Þá voru tveir miðahafar sem skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra 344 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur í Versluninni Bakkinn á Eyrarbakka og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

   

  Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en  sjö miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Einn miðinn var keyptur á Olís á Siglufirði, einn var keyptur á lotto.is, tveir á Lottó appinu og þrír miðanna eru í áskrift.