Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 6. október
  Vikinglotto-fréttir

  Norðmaður var aleinn með 2. vinning og hlýtur hann tæplega 21 milljón. króna í vinning. Tveir voru með hinn al-íslenska 3ja vinning, og hlýtur hvor þeirra  rúmar 1.755.550 krónur í vinning. Miðarnir voru báðir í áskrift.

  Hins vegar var enginn með 1. vinning og flyst upphæð hans sem nam rétt tæplega 655 milljónum yfir til næstu viku. Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru báðir keyptir í Lotto-appinu.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.386.

 • Stuðningsmaður KR vann 9,2 milljónir í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Stuðningsmaður KR sem keypti Sunnudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum í gær reyndist glúrinn og var með alla 13 leikina rétta á seðlinum. Vinningsupphæðin með aukavinningum er rúmar 9,2 milljónir króna en miðinn kostaði 1.080 krónur. Tipparinn valdi að þrítryggja tvo leiki, tvítryggja þrjá leiki og átta leikir voru með einu merki. Tipparinn merkir getraunaseðil sinn með 107 sem er getraunanúmer KR.

  Víkingar öflugir
  Á laugardaginn voru þrír tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum.  Einn getraunaseðillinn var húskerfi Víkinga sem sló í 13 rétta og skilar rúmri 1.1 milljón króna og er það ekki í fyrsta sinn sem húskerfið slær í gegn hjá Víkingum. Víkingar hittast í félagsheimilinu á laugardögum í getraunakaffi og slá saman í gott kerfi. Ljóst er að Víkingar kunna ekki bara að sparka í boltann og vinna titla heldur kunna þeir líka að tippa á boltann. Hinir tveir vinningshafarnir eru stuðningsmenn Hauka og Grindavíkur.

 • Tveir með 1. vinning í Lottó
  Lottó-fréttir

  Tveir heppnir miðahafar voru með 1. vinning í kvöld og skipta því vinningsupphæðinni á milli sín. Hvor vinningshafi fær rúmlega 27,2 milljónir en annar þeirra keypti miðann í N1, Vesturbraut 1 á Höfn í Hornafirði og hinn miðinn var keyptur í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði. Það var svo áskrifandi sem var einn með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 819 þúsund krónur í sinn hlut.

  Þrettán miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Esjuskálanum, Vallargrund 3 í Reykjavík, Olís, Langatanga 1 í Mosfellsbæ, N1, Reykjavíkurvegi 54 í Hafnarfirði, Öldunni, Kolbeinsgötu 35 á Vopnafirði, Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, Olís, Hafnarbraut 45 á Höfn í Hornafirði, tveir í Lottó appinu, einn á heimasíðu okkar, lotto.is og fjórir miðar eru í áskrift.

  Heildarfjöldi vinningshafa var 10.751.

 • EuroJackpot - úrslit 1. október
  EuroJackpot-fréttir

  Ekki gekk 1. vinningur út í EuroJackpot í kvöld en sex miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra tæpar 46 milljónir króna í vinning.  Miðarnir voru keyptir í í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og 3 í Þýskalandi.

  Tíu voru með þriðja vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 9,7 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Póllandi, 2 í Svíþjóð og 5 í Þýskalandi. Einn Íslendingur var meðal þeirra 46 heppnu sem hrepptu 4. vinning í kvöld, fjórar réttar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar, og fær rúmlega 704 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var í áskrift. 

  Fjöldi vinninga á Íslandi var 3.606.

 • Vikinglotto - úrslit 29. september
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. vinningur né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn Dani nældi sér í 2. vinning og fær hann fyrir það rúmlega 20,5 milljónir króna. Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn er í áskrift.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.403

 • 13 réttir og 6,6 milljónir í vinning
  Getrauna-fréttir

  Tippararnir tveir sem voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum um síðustu helgi voru ánægðir með vinninga sína, en hvor þeirra hlaut tæpar 6,6 milljónir króna með aukavinningum. Báðir tippuðu þeir á vefnum og báðir eiga það sameiginlegt að tippa sjaldan og hafa frekar lítið vit á boltanum að eigin sögn. Þá langaði bara til að prófa að vera með og tippa í risapottinum sem var í boði um síðustu helgi. Báðir keyptu þeir 128 raða miða með 7 tvítryggingum sem kosta 1.920 krónur með þessum líka fína árangri.

 • Lottó - 4faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmlega 327 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðanna var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is en hinn var keyptur í Lottó appinu.

  Sjö miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í N1, Lækjargötu 46 í Hafnarfirði, tveir í Lottó appinu og fjórir miðar eru í áskrift.

  Heildarfjöldi vinningshafa var 7.889.

 • EuroJackpot - 1. vinningur til Finnlands
  EuroJackpot-fréttir

  Heppinn Finni var einn með 1. vinning og fær hann rúmlega 3,3 milljarða. Fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hljóta þeir tæpar 74 milljónir króna hver. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Ellefu miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 9,4 milljónir hver. Tveir miðar voru keyptir í Finnlandi og níu miðar voru keyptir í Þýskalandi.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn var með 2. vinning og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn er í áskrift.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.056.

 • Vikinglotto - Einn með 2 milljónir í Jóker
  Vikinglotto-fréttir

  Allir vinningar gengu út þessa vikuna og það var þessi heppni norðmaður sem nældi sér í 1. vinninginn og fær hann dágóða summu eða rúmlega 670 milljónir í vinning.  Annar norðmaður var með 2. vinning og fær hann rétt rúmlega 21,6 milljón króna í vinning.

  Tveir voru með hinn al-íslenska 3ja vinning, og hlýtur hvor þeirra  rúmar 831 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum, Hafnarfirði og í áskrift. Einn var með allar Jókertölurnar réttar og fær hann 2 milljónir í vinning. Sá heppni keypti miðann á Lotto.is, en tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olís, Norðlingaholti, Reykjavík og í áskrift.

  Heildarfjöldi vnninga á Íslandi var 5.616

 • Einn stærsti getraunapottur sögunnar
  Getrauna-fréttir

  Það verður til mikils að vinna á laugardaginn en einn hæsti getraunapottur sögunnar er í boði á Enska getraunaseðlinum. Áætlað er að vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verði nálægt 380 milljónum króna. Ástæðan er sú að um síðustu helgi var risapottur en þá var enginn tippari með 13 rétta . Risapotturinn flyst því allur yfir á næstkomandi laugardag og myndar einn stærsta getraunapott sögunnar. Nú er tíminn til að rifja upp gömul kynni af Enska getraunaseðlinum og tippa á leikina.