Um okkur » Fréttir
-
Tilkynningar vegna vinninga á Áskriftarmiða - Leiðrétting
Fréttir
Undanfarið hefur Íslensk getspá verið að undirbúa innleiðingu á forriti sem tilkynnir, í formi tölvupósts, viðskiptavinum okkar þegar vinningar hafa komið á áskriftarmiða þeirra. Þetta er gert til að efla og bæta þjónustu við viðskiptavini okkar.
-
Lottó 5/40 - úrslit 19. júní
FréttirHeppinn lottóspilari sem keypti miðann sinn í Brautarnesti við Hringbraut í Keflavík á þjóðhátíðardaginn var einn með allar fimm tölurnar réttar í 4földum potti vikunnar og hlýtur hann tæplega 24 milljónir í vinning. Annar lottóspilari - sem reyndar er með tölurnar sínar í áskrift hafði líka heppnina með sér en hann var með allar Jókertölurnar réttar - í réttri röð og hlýtur 2 milljónir í vinning.
-
Víkingalottó - 1. vinningur til Íslands
Fréttir
Það var Íslendingur sem datt í lukkupottinn þegar dregið var í Víkingalottóinu í kvöld en aðeins einn miði var með allar tölurnar réttar og hlýtur hann því allan pottinn eða 98,7 milljónir. Miðinn var keyptur í Snælandi við Austurveg 46 á Selfossi og er 10 raða sjálfvalsmiði án Jókers og kostaði 500 krónur.
-
Lottó 5/40 - Fjórfaldur næst!
Fréttir
Enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því fjórfaldur næsta laugardag.
-
HM 2010 hefst í dag
FréttirHeimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag í Suður Afríku með leik heimamanna gegn Mexíkó. Getraunir bjóða upp á alla leikina á Lengjunni, stóran hluta þeirra er hægt að tippa á í beinni hér á síðunni og svo eru þrír sérstakir getraunaseðlar með HM leikjunum.
-
Víkingalottó - úrslit 9. júní
FréttirÞað var Dani sem var einn með 1. vinning í útdrætti vikunnar og hlýtur hann rúmlega 100 milljónir.
-
Getraunadeildin - Hópleikur
Fréttir
Getraunadeildin heldur áfram í þessari viku. HM seðill 1 gildir ekki í Getraunadeildinni, á sama hátt og Miðvikudagsseðillinn.
-
HM getraunaseðlar
Fréttir
Á meðan á HM stendur verða sérstakir HM getraunaseðlar í boði og koma þeir í stað Sunnudagsseðilsins og Miðvikudagsseðilsins. Alls verða HM seðlarnir þrír og verða þeir gerðir upp sérstaklega, þ.
-
Lottó 5/40 - úrslit 5. júní
FréttirEnginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því þrefaldur í næstu viku.
-
Ný umferð í Getraunadeildinni
FréttirNý umferð hefst í Getraunadeildinni næsta laugardag og stendur umferðin í 10 vikur. Enn er keppt um glæsilega vinninga fyrir þrjú efstu sætin í öllum þrem deildunum.