Um okkur » Fréttir

 • Vann tæpar 2.3 milljónir á Sunnudagsseðilinn
  Getrauna-fréttir

  Glúrinn tippari var með alla leikina þrettán rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fékk hann tæpar 2.4 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði á sparnaðarkerfi þar sem hann var með 7 þrítryggða leiki og 6 leiki með einu merki. Kerfið heitir S 7-0-36 og kostar 468 krónur. Það þarf því ekki að tippa á stórt kerfi til að vinna góða vinninga í getraunum. Tipparinn styður Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Íslenskar getraunir óska tipparanum til hamingju með vinninginn og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. 

 • Þrír unnu 110 milljónir í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Það var risastór pottur í Getraunum í dag eða rúmlegar 330 milljónir króna í vinning fyrir 13 rétta. Þrír getspakir Svíar skiptu á milli sín pottinum og fær hver um sig rúmlega 110 milljónir íslenskra króna. Þrír Íslendingar voru ekki langt frá stóra vinningnum en giskuðu á 12 leiki rétta og fá þeir um 450 þúsund krónur í vinning, þessir þrír Íslendingar styðja Víking Reykjavík, ÍR og Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík.

 • Úrslit í Lottó - 29. desember 2018
  Lottó-fréttir

  Það stefnir í þrefaldan Lottó pott næsta laugardag þar sem engin var með 1. vinning í kvöld. Fjórir heppnir miðahafar skiptu þó með sér bónusvinningnnum og hljóta rúmlega 100 þúsund krónur hver. Tveir miðahafanna voru í áskrift, einn keypti miðann á lotto.is og sá fjórði keypti miðann á N1, Reykjanesbæ.

 • Tveir með 1. vinning í EuroJackpot
  EuroJackpot-fréttir

  Tveir miðahafar skipta með sér 1. vinning í EuroJackpot! Hvor miðahafi fær rúmlega 1,2 milljarð króna í áramótavinning en miðarnir voru keyptir í Berlín, Þýskalandi og Danmörku. Þá voru þrír miðahafar með 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 78 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Leipzig, Münster og Potsdam í Þýskalandi. Fjórir miðahafar hlutu svo 3. vinning kvöldsins og fá tæplega 21 milljón í áramótaglaðning og voru miðarnir keyptir í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð.

 • Vikinglotto - úrslit 26. desember
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1., 2. né 3. vinningur í Vikinglottó gengu úr að þessu sinni. 

  Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.
  Miðarnir voru keyptir í Holtanesti, Melabraut 11, Hafnarfirði, 2 á Lotto.is og einn í áskrift.

   

 • Lottó - 2faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölur réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 400 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift.  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsundi í vinning, einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og einn í N1 á Egilsstöðum.

   

 • EuroJackpot - úrslit 21. desember
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot að þessu sinni, en 4 skiptu á milli sín 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 56,7 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi og 3 í Þýskalandi. Sjö skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir 11,4 milljónir hver, en miðarnir voru keyptir í Slóveníu, Spáni og 5 í Þýskalandi.
  Einn var með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fær fyrir það 100 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í 10-11 v/Miklubraut, Reykjavík.

 • Getraunaseðlar um jól og áramót
  Getrauna-fréttir

  Það er nóg um að vera í boltanum um jól og áramót.  Að sjálfsögðu bjóðum við upp á getraunaseðla eins og venjulega og eru stórir pottar í boði.

  Jóla- og áramótaseðlarnir:
  22. desember kl. 14:00 Enski boltinn
  190 milljóna risapottur

  23. desember kl. 12:30 Sunnudagsseðill
  80 milljóna risapottur

 • Vikinglotto - Íslendingur með 2. vinning
  Vikinglotto-fréttir

  Íslendingur hlaut annan vinning ásamt tveimur Dönum og fær hver 21.766.150 kr. Miðinn góði var keyptur í N1 á Þingeyri. Finni var einn með tvöfaldan fyrsta vinning og fær í sinn hlut rétt tæpar 618 milljónir. Tveir voru með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hvor þeirra 988.480 kr., en miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni og N1 á Sauðárkróki.
  Einn var með allar Jókertölurnar réttar í réttri röð og fær fyrir það 2 milljónir króna. Miðinn var keyptur hér á lotto.is. 

 • Ungur maður vann 41,4 milljónir
  Lottó-fréttir

  Það var pollrólegur og mjög ánægður vinningshafi sem mætti til Getspár ásamt foreldrum sínum með vinningsmiðann frá síðasta laugardegi.  Er hann með þeim yngri sem við höfum fengið í heimsókn til okkar en hann er aðeins rétt um tvítugt, háskólanemi sem býr í foreldrahúsum.

  Ungi háskólaneminn heyrði auglýsingu um stóran Lottópott síðasta laugardag og hugsaði þá með sér “best að kaupa miða”.  Og þar sem hann átti leið um Hafnarfjörð ákvað hann að koma við í Fjarðarkaupum og klára málið, með von um vinning.