Um okkur » Fréttir

 • AUKNAR LÍKUR Á AÐ VINNA ÞANN STÓRA
  Vikinglotto-fréttir

  2. vinningur í sögulegu hámarki við næsta útdrátt

  Á miðvikudaginn verður fyrsti útdráttur samkvæmt breyttu fyrirkomulagi í Vikinglotto. Víkingatölunum sem áður voru átta (1-8) hefur nú verið fækkað í fimm (1-5). Með breytingunni aukast líkurnar á því að 1. vinningur gangi oftar út en til að vinna þann stóra þarf sex réttar aðaltölur og eina rétta Víkingatölu.

 • Lottó - 4faldur næst !
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölurnar réttar og verður potturinn 4faldur í næstu viku, má gera ráð fyrir að hann verði rúmlega 50 milljónir króna.  Þrír voru með bónusvinninginn og fá þeir rúmlega 220 þúsund í vinning, tveir miðanna voru keyptir á lotto.is en einn er í áskrift. 

  Níu miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall í vinning hver, miðana keyptu þeir á eftirtöldum stöðum; Olís við Sæbraut í Reykjavík, Olís við Ánanaust í Reykjavík og Olís á Neskaupstað.  Þrír notuðu Appið til að kaupa sér miða og þrír eru í fastri áskrift og missa því ekki af vinningi.

 • EuroJackpot - enginn með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Fimm miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 54,8 milljónir króna, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum;  Danmörku, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Þýskalandi.  Það voru einnig fimm sem skiptu með sér 3ja vinningi og fær hver þeirra 19,3 milljónir í sinn hlut.  Þeir miðar voru keyptir í þessum löndum; Danmörku, Slóveníu, Finnlandi og tveir í Þýskalandi.  Hins vegar gekk 1. vinningur ekki út og flyst upphæð hans sem nam tæpum 2 milljörðum króna yfir til næstu viku.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall, tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur á lotto.is

 • Vikinglotto breytingar
  Vikinglotto-fréttir

  Við kynnum nú ákveðnar breytingar á þessum vinsæla leik sem við spilum með hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Belgíu og Slóveníu. Markmiðið með breytingunum er að fyrsti vinningur gangi oftar út.
   
  Hverjar eru breytingarnar?
  Breytingin, sem tekur gildi frá og með útdrættinum þann 9. júní, er mjög einföld: Víkingatölunum, sem voru átta talsins (1-8), fækkar um þrjár, þannig að aðeins tölurnar frá 1 og upp í 5 eru nú í boði.
  Með því að fækka Víkingatölum úr átta í fimm aukast líkur á fyrsta vinningi, þeim stóra, og mun hann því líklegast ganga oftar út í kjölfarið.
  Samhliða þessum breytingum verður verð raðar í Vikinglotto leiðrétt með tilliti til gengisþróunar vegna alþjóðlega samstarfsins og fer verð hverrar raðar því úr 100 kr. í 110 kr. frá og með deginum í dag, 3. júní.

 • Vikinglotto - 3. vinningur í Kópavoginn
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með 3. vinning, sá keypti miðann sinn í N1 við Stórahjalla í Kópavogi og hlýtur hann rúmlega 5,9 milljónir í vinning.   Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir kræktu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall að launum, þeir miðar voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Olís á Selfossi, N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík, á heimasíðunni okkar lotto.is og einn miðinn er í áskrift.

 • Lokað fyrir sölu frá 22:00-01:00 í kvöld
  Fréttir

  Vegna viðhalds verður lokað fyrir sölu í öllum okkar leikjum í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. júní, frá kl. 22.00 - 01.00.  Lokað er bæði á vef og í sölukössum. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa í för með sér. 

 • Vann 4,8 milljónir í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Það var glúrinn tippari sem fékk 13 rétta á Laugardagsseðilinn í getraunum um helgina. Tipparinn tvítryggði 5 leiki og þrítryggði einn leik sem var úrslitaleikur Man. City – Chelsea í Meistaradeildinni. Getraunaseðillinn kostaði 1.440 krónur og varð tipparinn 4,8 milljónum króna ríkari.  

 • Lottó - 3faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því þrefaldur í næstu viku. Tveir heppnir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver rúmar 247 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á Lotto.is

 • EuroJackpot - úrslit 28. maí - 1. vinningur til Þýskalands
  EuroJackpot-fréttir

  Heppinn Þjóðverji var einn með 1. vinning og fær hann að launum rúmlega 13,2 milljarða. Fimm voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 400 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Tékklandi og þrír í Þýskalandi.

 • Vikinglotto - úrslit 26. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni og verða þessir pottar því veglegir í næstu viku. En tveir voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra tæpar 37 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi.