Um okkur » Fréttir
-
Úrslit í EuroJackpot 17.október 2023
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en þrír heppnir miðahafar í Þýskalandi skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 47 milljónir króna í sinn hlut. Þá voru tveir með 3. vinning og hlýtur hvor þeirra rétt rúmar 40 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi og Þýskalandi.
Jókerinn gekk ekki út í kvöld en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 100.000 krónur í vasann hvor. Miðarnir voru keyptir í Vídeomarkaðnum í Hamraborg og í Lottó appinu
-
Lottó - 3faldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins. Bónusvinningurinn gekk ekki út að þessu sinni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Olís við Gullinbrú, N1 Hveragerði og einn miðanna er í áskrift.
-
1. Vinningur til Þýskalands!
EuroJackpot-fréttir
Heppinn miðahafi í Þýskalandi er tæpum 8 milljörðum króna ríkari eftir að hafa verið einn með 1.vinning í útdrætti kvöldsins!
Sex miðahafar skiptu með sér 2.vinningi og fær hver þeirra rúmar 52,5 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Danmörku. Þá skiptu tólf miðahafar með sér 3. vinningi og fær hver þeirra tæpar 15 milljónir króna. Sex miðar voru keyptir í Þýskalandi, þrír í Svíþjóð og hinir í Danmörku, Króatíu og Ungverjalandi.Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn miðahafi var með 2.vinning og fær hann 100.000 krónur í vasann. Miðinn var keyptur á vef okkar lotto.is
-
Vikinglotto - 2. vinningur til Noregs
Vikinglotto-fréttir
Enginn náði að landa 1. vinningi og flyst því rúmlega 2,1 milljaður yfir til næstu viku. Einn var með 2. vinning sem var rúmar 76 milljónir, miðinn var keyptur í Noregi. Þá var einn með íslenska 3. vinninginn sem nam rúmlega 1,7 milljón króna, miðinn var keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is
423 miðaeigendur fengu vinninga í Jóker að þessu sinni, þar af var einn með 1. vinning sem hljóðar upp á 2 milljónir, sá keypti miðann sinn í Appinu. Áskrifandi var einn með 2. vinning upp á 100 þúsund krónur.
-
EuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning í EuroJackpott útdrætti kvöldsins. Heppinn Þjóðverji var einn með 2. vinning og fær hann rúmar 176 milljónir í sinn hlut. Sjö skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 14,2 milljónir, þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn á Spáni, einn í Svíþjóð, einn í Króatíu og einn í Slóveníu.
Einn heppinn miðaeigandi var með 2. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins og fær hann 100 þúsund krónur í sinn vasa. Miðinn var keyptur í Lottó Appinu.
-
Lottó - 2faldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Heppinn miðaeigandi var einn með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 448 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn er í áskrift.
Þá voru þrír með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100.000 krónur. Tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur hjá N1 Sauðárkróki. -
EuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins, en tveir heppnir miðaeigendur voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 129,5 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðanna var keyptur í Þýskalandi en hinn á Spáni. Þá skiptu fjórir með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 36,5 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Hollandi, Tékklandi, Danmörku og í Þýskalandi.
Enginn var með 1. né 2. vinning í Jókernum í kvöld. -
Vikinglotto - úrslit 4 október
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Vikinglotto að þessu sinni, en tveir miðaeigendur skiptu hinum al-íslenska bónusvinningi á milli sín og fær hvor 880.870 kr. í sinn hlut. Annar miðnn var keyptur á lotto.is og hinn í appinu.
Enginn var með allar Jókertölurnar réttar en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í appinu, á lotto.is og einn er í áskrift.
-
EuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir
Ekki gekk 1. vinningur út að þessu sinni en þrír miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 51,7 milljónir, tveir miðanna voru keyptir í Þýskaland og einn á Ítalíu. Það voru einnig þrír vinningshafar með 3. vinning og fær hver um sig rúmar 29 milljónir, miðarnir voru keyptir á Spáni, í Litháen og í Þýskalandi.
Einn var með 2. vinning í Jóker og fær hann 100 þúsund kall, miðinn var keyptur á lotto.is.
-
Úrslit í Lottó 30. september - tveir með fyrsta vinning!
Lottó-fréttir
Tveir heppnir miðahafar skiptu með sér 1. vinning í útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 26 milljónir króna í vinning. Báðir miðarnir voru keyptir í Lottó appinu. Þá voru þrír miðahafar með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rétt rúmar 280 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í N1 í Vestmannaeyjum, Lottó appinu og einn miðinn er í áskrift.
Heppinn áskrifandi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Þá voru sjö miðahafar með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Sex miðanna eru í áskrift og sá sjöundi var keyptur í Olís Sæbraut í Reykjavík.