Um okkur » Fréttir

 • Potturinn verður sexfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Það verður sexfaldur pottur í næstu viku þar sem enginn var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld. Þrír miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver rúmlega 408 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir á lottó APPINU en sá þriðji hér á heimasíðu okkar, lotto.is.

 • EuroJackpot - úrslit 31. maí
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölur réttar auk stjörnutalnanna beggja og flytjast því tæplega 6 milljarðar yfir á 1. vinning í næstu viku. Fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 50,9 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Danmörku og tveir í Hollandi. Sex voru með 3. vinning og fá þeir rétt tæplega 15 milljónir hver, en miðarnir voru keyptir í Póllandi, Ungverjalandi, Spáni og þrír í Þýskalandi.

 • Vikinglotto - úrslit 29. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki annar né þriðji vinningur gengu út að þessu sinni, en einn Norðmaður hafði heppnina með sér og var hann með allar aðatölurnar réttar auk víkingatölunnar. Hlýtur hann rúmlega 1,4 milljarða króna í vinning. 
  Þrír voru með fjórar réttar tölur, í réttri röð, í Jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Prinsinum í Þönglabakka, Hagkaupum á Akureyri og einn í áskrift.

   

 • Einn með 1. vinning í Jóker og fimmfaldur pottur næst
  Lottó-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í kvöld og verður potturinn því fimmfaldur næsta laugardag, þá gekk bónusvinningurinn heldur ekki út. Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og fær 2 milljónir króna í 1. vinning. Miðinn var keyptur í nýja Lottó snjallforritinu.

 • Úrslit í EuroJackpot - 24. maí 2019
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn hlaut 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en fjórir skipta með sér 2. vinning. Miðarnir voru keyptir í Stuttgart og Münster í Þýskalandi, Ungverjalandi og Finnlandi og hlýtur hver vinningshafi rúmlega 60,5 milljónir króna í vinning. Átta miðahafar voru svo með 3. vinning og hlýtur hver rúmlega 10,5 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Hannover í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og tveir í Svíþjóð og tveir í Danmörku.

 • Vikinglotto - enginn með 1. vinning
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna og er upphæð 1. vinnings komin vel yfir milljarð sem flyst yfir til næstu viku.  Fimm miðar skiptu með sér hinum alíslenska 3. vinningi, hver um sig að upphæð rúmlega 676 þúsund krónur.  Einn miðinn er í áskrift en aðrir voru keyptir á N1 við Stórahjalla í Kópavogi.  

   

 • Lottó 5/40 - Fjórfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar fimm tölurnar réttar að þessu sinni og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku. Einn var með bónusvinninginn og fær viðkomandi 471.380 kr, en miðinn var keyptur hér á lotto.is.
  Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift en sá þriðji var keyptur í Doddagrilli í Garði.

 • EuroJackpot - úrslit 17. maí
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 5 réttar tölur og báðar stjörnutölurnar og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Þrír Þjóðverjar og einn Dani skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rétt tæpar 58 milljónir króna. Sjö skiptu svo 3. vinningi á milli sín og fær hver rúmlega 11,6 miljónir króna í sinn hlut.
  Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning, en miðinn góði var keyptur hér á lotto.is. Fimm voru með fjórar réttar Jókertölur og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Olís v/Sæbraut í Reykjavík, tveir á lotto.is og tveir eru í áskrift.

   

 • 2ja milljóna Jókervinningur í N1, Stórahjalla í Kópavogi
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1., 2. né 3. vinningur gengu út í Vikinglotto að þessu sinni.  Hins vegar var einn með 1. vinning í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning, miðinn góði var keyptur í N1 við Stórahjalla í Kópavogi.  Þá voru þrír með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund kall í vinning, allir miðarnir voru keyptir hjá Olís, einn í Garðabæ, einn við Hamraborg í Kópavogi og sá þriðji í Álfabakkanum í Reykjavík.

 • Breyting á áskriftartímabili
  Fréttir

  Hér eftir munum við senda boðgreiðslur vegna áskrifta í fyrstu viku hvers mánaðar og nýtt áskriftartímabil mun taka gildi í annarri viku mánaðar.
  Á þær áskriftir sem hafa annan gildistíma munum við nú senda boðgreiðslu fyrir ógreidda útdrætti fram að fyrsta útdrætti í júní. Ekki er um neinn aukakostnað að ræða og verða áskrifendur með í öllum þeim útdráttum sem greitt er fyrir.
  Boðgreiðsla mun alltaf vera gerð á sama tíma mánaðar og alltaf fyrir fjóra útdrætti í senn.  Ef viðkomandi mánuður hefur fimm útdrætti er sá útdráttur frír en alls eru fjórir fríi útdrættir á ári.