Um okkur » Fréttir
-
100 milljóna vinningshafi gaf sig fram
EuroJackpot-fréttir
Það var heldur betur ánægður EuroJackpot spilari sem mætti á skrifstofu Íslenskrar getspár í gær með miða sem keyptur var í Bitahöllinni á Bíldshöfða í Reykjavík. Miðinn góði innihélt 5 réttar tölur ásamt einni stjörnutölu og færir vinningshafanum 99,3 skattfrjálsar milljónir.
-
Einstæð móðir tippaði óvart og vann 3 milljónir
Getrauna-fréttir
Einn íslenskur tippari var með 12 leiki rétta á evrópska getraunaseðlinum á miðvikudaginn og fékk rúmar 3 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Vinningurinn kom henni mjög á óvart þar sem hún hafði ætlað sér að tippa á enska seðilinn fyrir næsta laugardag. Vinningsmiðinn var sjálfval og kostaði einungis 832 krónur í Lengju appinu sem vinningshafinn var nýbúinn að sækja. Enginn var með 13 rétta á evrópska seðlinum og einungis fimm með 12 rétta.
Vinningurinn kom sér mjög vel, þar sem vinningshafinn er einstæð móðir og gat nýtt fjárhæðina til að borga niður skuldir og gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.
Tipparinn styður við bakið á Knattspyrnudeild Keflavíkur, en þess má geta að getraunanúmer þeirra er 230 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.
-
Vikinglotto - 2. vinningur til Finnlands
Vikinglotto-fréttir
Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en einn nældi sér í 2. vinning sem var rúmlega 35,7 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Finnlandi. 3. vinningur gekk einnig út og kom á miða sem var keyptur í söluskálanum við Landvegamót, upphæð vinningsins var rúmlega 1,6 milljón króna.
Einn var með 2. vinning í Jóker og fær hann 100 þúsund kall, miðinn var keyptur í Vikivaka við Barónstíg í Reykjavík.
-
EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
EuroJackpot-fréttir
Alls voru rúmlega 447 þúsund miðahafar víðsvegar um Evrópu sem nældu sér í vinning að þessu sinni. Einn var þó lang heppnastur en hann var aleinn með allar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar réttar og fær því óskiptan 1. vinning sem hljóðaði að þessu sinni upp á rúma 10,9 milljarða króna. Þessi lukkunnar pamfíll keypti miðann sinn í München í Þýskalandi og getur nú siglt inn í sumarið með bros á vör. Enginn var með 2. vinning en tveir deildu 3. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 59 milljónir króna. Þeir miðar voru einnig keyptir í Þýskalandi, annar í München en hinn í Wiesbaden.
Enginn náði að landa 1. vinningi í Jóker en þrír náðu þeim næstbesta sem hljóðar upp á 100 þúsund kall, allir voru þeir miðar keyptir með rafrænum hætti; einn á lotto.is en tveir í appinu.
-
Sumartími í Evrópu – breyttur afgreiðslutími
Fréttir
Nú er sumartíminn genginn í garð víðast hvar í Evrópu og hefur það áhrif á hvenær lokað er fyrir sölu í Vikinglotto, EuroJackpot og á Enska getraunaseðlinum.
Lokað er fyrir sölu klukkan 16:00 á miðvikudögum í Vikinglotto, klukkan 17:00 á þriðjudögum og föstudögum í EuroJackpot og klukkan 13:00 á laugardögum á Enska getraunaseðlinum og XG. -
Lottó - 6faldur næst !
Lottó-fréttir
Enginn var með allar Lottótölurnar réttar og verður potturinn sexfaldur næsta laugardag, í fyrsta sinn á þessu ári. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og voru allir miðarnir keyptir á heimasíðunni okkar lotto.is, fær hver þeirra rúmlega 359 þúsund í vinning.
Enginn var heldur með 1. vinning í Jóker en fjórtán náðu að landa þeim næstbesta sem hljóðar upp á 100 þúsund kall, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Bifr.stöð Oddeyrar á Akureyri, Grocery Market í Vogum, N1 í Fossvogi, Krambúðinni Flúðum, Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík, Loppu á Fáskrúðsfirði, Kvikk við Vesturlandsveg í Reykjavík. Þá voru fimm keyptir í Appinu og tveir á lotto.is
-
EuroJackpot - 2. vinningur til Íslands - tæpl.100 milljónir
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning þennan föstudaginn en fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 99,3 milljónir. Þar af var einn miðinn keyptur á Íslandi, nánar tiltekið í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi. 3. vinningur skiptist á milli níu miðaeigenda og fær hver þeirra rúmlega 19,6 milljónir, þeir miðar voru keyptir í eftirtöldum löndum; Hollandi, tveir í Svíþjóð, Finnlandi og fimm í Þýskalandi.
Þrír voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur, tveir miðanna voru keyptir í appinu en einn er í áskrift.
-
Vikinglotto - úrslit 22. mars
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en þrír skiptu hinum al-íslenska 3. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúma eina milljón króna í sinn hlut. Tveir miðanna eru í áskrift en sá þriðji var keyptur á lotto.is
Enginn var með 1. vinning í Jóker, en tveir miðaeigendur voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur hvor. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Grocery market í Vogum. -
Úrslit í EuroJackpot 21.mars 2023
EuroJackpot-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í EuroJackpot í kvöld. Fimm miðahafar skiptu með sér 3.vinning og fær hver þeirra rúmar 20,5 milljónir í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóvakíu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Jolla í Hafnarfirði, N1 við Þjóðbraut á Akranesi, á vef okkar lotto.is og einn miðanna er í áskrift.
-
Getspakur tippari vinnur milljónir
Getrauna-fréttir
Getspakur tippari úr Vestmannaeyjum var með alla 13 leikina rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fær hann rúmar 4,5 milljónir í sinn hlut.
Þessi sami tippari var líka með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum fyrir tæpu ári síðan og vann þá 12.8 milljónir króna.
Tipparinn er ekki að nota stór kerfi heldur tippaði hann í bæði skiptin þannig að hann setti tvö merki á 6 leiki og eitt merki á 7 leiki sem gera 64 raðir á 832 krónur.