Um okkur » Fréttir
-
Vetrartími Lottó og Getrauna leikja
Fréttir
Nú er vetrartíminn genginn í garð víðast hvar í Evrópu og hefur það áhrif á hvenær lokað er fyrir sölu í Vikinglotto, EuroJackpot og á Enska getraunaseðlinum. Lokað er fyrir sölu klukkan 17:00 á miðvikudögum í Vikinglotto, klukkan 18:00 á föstudögum í EuroJackpot og klukkan 14:00 á laugardögum á Enska getraunaseðlinum.
-
Lottó 5/40 - Þrefaldur næst!
Lottó-fréttir
Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því þrefaldur í næstu viku. Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rúmar 457 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a í Kópavogi.
Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift en hinir voru keyptir í Skálanum í Þorlákshöfn, Hagkaup á Akureyri og Skálanum á Stokkseyri. -
EuroJackpot - úrslit 23. október
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni og flyst vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Sjö skiptu 2. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 42 milljónir króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð, einn á Spáni og í Danmörku. Átta miðeigendur skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 13 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð, Noregi, Króatíu og fimm í Þýskalandi.
Tveir voru með 5 réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 2 milljónir króna hvor í vinning. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Kjörbúðinni á Seyðisfirði. Þá voru tveir sem hlutu 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur á heimasíðunni okkar, lotto.is en hinn er í . -
Vikinglotto - úrslit 21. október
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né hinn al-íslenski 3.vinningur gengu út að þessu sinni, en 2. vinningur sem var upp á rúmar 39,7 milljónir króna fór óskiptur til Finnlands.
Fimm miðahafar voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir í Appinu, einn er í áskrift og hinir tveir voru keyptir í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og Lukku Láka í Mosfellsbæ. -
Lottó - 2faldur næst !
Lottó-fréttir
Enginn var með allar tölur réttar í einföldum Lottópotti vikunnar og flytjast því rúmlega níu milljónir áfram til næstu viku. Einn var með bónusvinninginn sem hljóðaði upp á rétt tæplega 900 þúsund, miðinn var keyptur á heimasíðunni okkar, lotto.is. Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund kall í vinning, miðinn var keyptur á lotto.is.
-
EuroJackpot - 1. vinningur til Slóvakíu
EuroJackpot-fréttir
Það var ljónheppinn Slóvaki sem var aleinn með 1. vinning og hlýtur hann rúmlega 9,5 milljarða í vinning. 2. vinningur gekk einnig út en hann var upp á rúmlega 400 milljónir, sá miði var keyptur í Póllandi. Sex skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt tæpar 24 milljónir, þeir miðar voru keyptir í eftirtöldum löndum; einn í Danmörku, tveir í Noregi og þrír í Þýskalandi.
-
Úrslit í Vikinglottó 14. október
Vikinglotto-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Finni var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 75 milljónir króna í sinn hlut.
Heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann rúmar 4,6 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var í áskrift.
Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hljóta þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Kvikk á Vesturlandsvegi í Reykjavík og hinn miðinn var í áskrift.
-
Úrslit í Lottó 10. október - 1faldur næst!
Lottó-fréttir
Tveir heppnir miðahafar skiptu með sér 1. vinning í útdrætti vikunnar og fær hvor þeirra rúmar 10 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Kvikk í Fitjum í Reykjanesbæ og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.
Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hljóta þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Póló á Bústaðavegi 130 í Reykjavík, N1 Bíldshöfða í Reykjavík og einn miðinn var í áskrift.
-
Úrslit í Eurojackpot 9. október
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning í útdrætti vikunnar en sjö miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra tæpar 52 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Noregi, Póllandi og fimm í Þýskalandi.
Þá voru ellefu sem skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 11 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Spáni, Hollandi og sex í Þýskalandi.
Þrír voru með 4 réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó appinu og sá þriðji var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is
-
Vikinglotto - 2ja milljóna Jókervinningur í Appinu
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1., 2. né 3. vinningur gengu út í útdrætti vikunnar og flytjast því áfram til næstu viku. Tveir skiptu mér sér 4. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 197 þúsund í vinning, annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í Kvikk við Vesturlandsveg í Reykjavík.
Einn var með 1. vinning í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir að launum, miðinn var keyptur í Lottóappinu.