Um okkur » Fréttir
-
Úrslit í EuroJackpot 21.mars 2023
EuroJackpot-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í EuroJackpot í kvöld. Fimm miðahafar skiptu með sér 3.vinning og fær hver þeirra rúmar 20,5 milljónir í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóvakíu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Jolla í Hafnarfirði, N1 við Þjóðbraut á Akranesi, á vef okkar lotto.is og einn miðanna er í áskrift.
-
Getspakur tippari vinnur milljónir
Getrauna-fréttir
Getspakur tippari úr Vestmannaeyjum var með alla 13 leikina rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fær hann rúmar 4,5 milljónir í sinn hlut.
Þessi sami tippari var líka með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum fyrir tæpu ári síðan og vann þá 12.8 milljónir króna.
Tipparinn er ekki að nota stór kerfi heldur tippaði hann í bæði skiptin þannig að hann setti tvö merki á 6 leiki og eitt merki á 7 leiki sem gera 64 raðir á 832 krónur. -
Lottó - 5faldur næst!
Lottó-fréttir
Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því 5faldur næsta laugardag! Fimm miðahafar skiptu með bónusvinningnum og fær hver þeirra rétt tæpar 500 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Siglósport á Siglufirði, tveir í appinu, einn á vef okkar lotto.is og einn miðanna er í áskrift.
Heppinn miðahafi var með 1.vinning í Jóker kvöldsins og fær hann 2 milljónir króna en miðinn er í áskrift. Fjórir miðahafar voru 2.vinning í Jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á N1 Lækjargötu í Hafnarfirði, tveir á vef okkar Lotto.is og einn í appinu.
-
Úrslit í EuroJackpot 17.mars 2023
EuroJackpot-fréttir
Þrír heppnir miðahafar skiptu með sér 2.vinning í EuroJackpot í kvöld og hlýtur hver þeirra rúmar 96 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Króatíu. Tólf miðahafar skiptu með sér 3.vinning og fær hver þeirra rétt rúmar 13,5 milljónir króna í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Danmörku, tveir í Finnlandi en hinir í Króatíu, Póllandi, Svíþjóð og á Ítalíu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en einn heppinn miðahafi var með 2.vinning og fær 100.000 krónur í vasann. Miðinn var keyptur í Þristinum, Hraunbæ.
-
Vikinglotto - úrslit 15. mars
Vikinglotto-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 18 milljónir króna í vinning. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk ekki út í þetta sinn.
-
Vann tæpar 2 milljónir í Lengjunni
Getrauna-fréttir
Glúrinn tippari vann tæpar 2 milljónir á Lengjunni í gær. Tipparinn tippaði á 7 leiki og var með þá alla rétta. Stuðullinn sem tipparinn fékk var 162 og lagði tipparinn 12.000 krónur undir. Niðurstaðan var sú að 12.000 krónur margfaldast með stuðlinum 162 sem gerir vinning uppá 1.944.000 krónur.
-
EuroJackpot - úrslit 14. mars
EuroJackpot-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en einn heppinn Þjóðverji var með 2. vinning og hlýtur rúmar 167 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra tæpar 19 milljónir króna í sinn hlut.
-
Stuðningsmaður Leiknis með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Ein tippari, sem er stuðningsmaður Leiknis í Reykjavík, var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastlinn laugardag. Fær hann í sinn hlut tæpar 700.000 skattfrjálsar krónur. Tipparinn tippaði á opinn seðil þar sem hann þrítryggði 4 leiki og tvítryggði 3 leiki en 6 leikir voru með einu merki. Alls kostaði miðinn 8.424 krónur.
-
Úrslit í Lottó 11. mars - 4faldur næst!
Lottó-fréttir
Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.
Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík, í Lottó appinu og á lotto.is.
-
Úrslit í EuroJackpot 10. mars
EuroJackpot-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en sex heppnir miðahafar skipta með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 45,6 milljónir króna í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Ungverjalandi, einn í Svíþjóð og fjórir í Þýskalandi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 22 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi, Finnlandi og fimm í Þýskalandi.
Þrír miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Drekanum, Njálsgötu 23 í Reykjavík, í Lottó appinu og einn miði var í áskrift.