Um okkur » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 9. nóvember
  Vikinglotto-fréttir

  Stálheppinn miðaeigandi í Noregi var einn með allar tölur réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 438 milljónir í vinning.  Þrír skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 17.8 milljónir króna, allir miðarnir voru keyptir í Noregi.

 • EuroJackpot - 1.vinningur til Þýskalands
  EuroJackpot-fréttir

  Heppnin var með miðahafa í Þýskalandi í kvöld sem var aleinn með 1. vinninginn og hlýtur tæplega 17,5 milljarða! Sautján skiptu með sér 2. vinningnum og fær hver þeirra rúmlega 176 milljónir í vasann, en miðarnir voru keyptir Danmörku, Ungverjalandi, Pólllandi og 14 í Þýskalandi. Þá voru þrjátíu og þrír miðahafar með 3. vinninginn og fær hver og einn þeirra rúmlega 7.7 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Króatíu, 2 í Hollandi og 29 í Þýskalandi.

 • Fékk 13 rétta og tæpar 5,3 milljónir í vinning
  Getrauna-fréttir

  Tippari af Austfjörðum gerði vel í getraunum þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn og tæpar 5,3 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil og tvítryggði átta leiki og hafði einn leik þrítryggðan. Tipparinn notar sjálfval, „en þegar mér líst ekki alveg á niðurstöðuna þá breyti ég“ sagði káttur tipparinn.  Fjórir leikjanna voru með einu merki, þar á meðal leikur Man. City – Fullham en þar var tipparinn með táknið 1 fyrir sigur Man. City. Það má því ætla að tipparinn hafi verið stressaður þegar Erling Haaland leikmaður Man. City tryggði liðinu sínu sigur og tipparanum tæpar 5,3 milljónir króna í vinning,  með marki úr vítaspyrnu, einum leikmanni færri, í uppbótartíma leiksins.

 • Lottó - 5faldur næst! og einn með Jóker
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar og verður potturinn því 5.faldur í næstu viku. Fimm voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 287 þúsund krónur, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; N1, Akranesi, 2 í áskrift, einn á Lotto.is og einn í Lotto.appinu.

 • EuroJackpot - úrslit 4. nóvember
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot að þessu sinni, en fimm heppnir miðaeigendur skipta með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 705 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir Póllandi og 4 í Þýskalandi. Átta miðeigendur skipta með sér 3 .vinning og hlýtur hver þeirra tæpar 43 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Finnlandi 2 í Svíþjóð og 4 í Þýskalandi.

 • Úrslit í Vikinglottó 2. nóvember - 1. vinningur til Litháen!
  Vikinglotto-fréttir

   

  Stálheppinn miðahafi í Litháen var einn með allar tölur réttar í Vikinglottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmlega 781 milljón króna í vinning. Enginn var með 2. vinning en tveir heppnir miðahafar skiptu með sér hinum al-íslenska 3.vinningi og fær hvor þeirra rétt rúmar 2,4 milljónir króna í vinning. Báðir miðarnir voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.

   

  Enginn var með 1. vinning í Jókernum í kvöld en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Lottó appinu og hinir þrír miðarnir eru í áskrift. 

 • EuroJackpot - úrslit 1. nóvember
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins en tveir heppnir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fá þeir rúmar 256 milljónir í vinning hvor. Annar miðinn var keyptur í Svíþjóð og hinn miðinn var keyptur í Þýskalandi.

  Þá voru fimm miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rétt rúmar 38 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Spáni og tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi.

   

  Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker útdrætti kvöldsins en tveir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

   

 • Tippari vann 1.1 milljón í nýja XG getraunaleiknum     
  Getrauna-fréttir

  Íslenskur tippari tippaði á rétta markatölu í átta af þrettán getraunaleikjum sem voru á XG getraunaseðlinum á laugardaginn. Vinningsupphæðin fyrir átta rétta er rúmlega 900 þúsund krónur og með aukavinningum fyrir sjö og sex leiki rétta fer vinningurinn í 1.1 milljón króna. Þess má geta að vinningsupphæðin fyrir alla 13 leikina rétta er um 670 milljónir króna en enginn tippari var með allla 13 leikina rétta.
  Annar tippari reyndist getspakur á Sunnudagsseðlinum þegar hann fékk 13 rétta og rúmlega 900 þúsund krónur í vinning. Auk þess fékk hann tæplega 300.000 krónur í aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta leiki. Samtals var vinningsupphæðin rúmlega 1.1 milljón króna.  Tipparinn tippaði á 9 tvítryggða leiki og einn þrítryggðan eða 1.536 raðir.

 • Vetrartími Lottó og Getrauna leikja
  Fréttir

  Nú er vetrartíminn genginn í garð víðast hvar í Evrópu og hefur það áhrif á hvenær lokað er fyrir sölu í Vikinglotto, EuroJackpot og á Enska getraunaseðlinum og XG.
  Lokað er  fyrir sölu klukkan 17:00 á miðvikudögum í Vikinglotto, klukkan 18:00 á þriðjudögum og föstudögum í EuroJackpot.
  Á laugardögum lokar fyrir sölu klukkan 14:00 á Enska getraunaseðlinum og XG.

 • Lottó - fjórfaldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.

   

  Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Einn miðinn var keyptur á N1 í Skógarseli í Reykjavík, annar á heimasíðu okkar lotto.is og tveir miðanna eru í áskrift.