Um okkur » Fréttir

  • Sunnlendingar getspakir í getraunum
    Getrauna-fréttir

    Tippari frá Vestmannaeyjum var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær í sinn hlut rúmar 900.000 krónur.
    Tipparinn, sem styður ÍBV, tippaði á opinn seðil þar sem hann þrítryggði 5 leiki og tvítryggði tvo leiki og kostaði seðillinn 12.636 krónur.

    Annar Sunnlendingur, frá Höfn í Hornafirði, var svo með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og fær hann í sinn hlut tæpar 850.000 krónur.
    Sá styður Sindra á Höfn. Hann tvítryggði 6 leiki á seðlinum sem kostaði hann aðeins 832 krónur.

  • Úrslit í Lottó 4. mars - þrefaldur næst!
    Lottó-fréttir

    Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.

     

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en þrír miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift og sá þriðji var keyptur í Íssel í Kópavogi.

  • Úrslit í EuroJackpot 3. mars
    EuroJackpot-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en tveir miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hvor þeirra rétt rúmar 73 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir á Spáni og í Svíþjóð.

    Enginn var með 1.vinning í Jóker útdrætti kvöldsins, en sjö miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Drekanum í Hafnarfirði, Plúsmarkaðnum í Hátúni 10a í Reykjavík, Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, tveir miðanna eru í áskrift, einn miði var keyptur á Lottó appinu og einn miði á heimasíðu okkar, lotto.is. 

  • Vikinglotto - enginn með 1. vinning
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í útdrætti kvöldsins. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk heldur ekki út í þetta sinn.

    1. vinningur gekk heldur ekki út í Jóker kvöldsins en þrír heppnir miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá því hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Appinu en hinir tveir eru í áskrift.

  • EuroJackpot - enginn með 1. vinning
    EuroJackpot-fréttir

    Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en einn var með heppnina með sér er varðar 2. vinning og fær hann tæpar 145 milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur á Spáni. Eins voru tveir aðrir með heppnina með sér í kvöld sem nældu sér í 3. vinning og fá þeir rúmar 40 milljónir hvor. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Svíþjóð.

    Eins var enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins en tveir heppnir miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hvor. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og Vitanum í Reykjavík.

  • Lottó - tvöfaldur næst
    Lottó-fréttir

    Lottó tölur kvöldins færðu því miður engum miðaeigenda 1. né 2. vinning og verður því potturinn tvöfaldur næsta laugardag.

    Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldins en þrír höfðu heppnina með sér varðandi 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur í sinn hlut.  Miðarnir voru keyptir í N1 Stórahjalla Kópavogi, Lottó Appi og einn er í áskrift.

  • Enginn með 1.vinning í EuroJackpot
    EuroJackpot-fréttir

    1. vinningur gekk ekki út að þessu sinni í EuroJackpot útdrætti kvöldsins. Átta skiptu 2. vinning á milli sín og fær hver þeirra rúmar 30 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.  3. vinningur skiptist á milli níu miðahafa og fær hver þeirra rúmar 15 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku og Slóveníu.

    Enginn var með 1. né 2. vinning í Jóker kvöldsins  

  • Vikinglotto - fyrsti og annar vinningur til Noregs
    Vikinglotto-fréttir

    Heppinn Norðmaður var einn með 1. vinning þessa vikuna og fær hann rúmlega 457 milljónir króna í sinn hlut. Það var einnig Norðmaður sem fékk 2. vinning og fær hann rúmar 94 milljónir króna. Tveir áskrifendur voru með hinn al-íslenska 3. vinning. Annar miðinn er kerfismiði og fær eigandi hans rúmlega 3,4 milljónir en hinn vinningshafinn fær 1.140.330 krónur.
    Enginn var með 1. vinning í Jóker, en þrír miðahafar voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur í sinn hlut. Einn miðinn er í áskrift en hinir voru keyptir í N1 v/Háholt í Mosfellsbæ og á heimsíðu okkar lotto.is

     

  • EuroJackpot - úrslit 21. febrúar
    EuroJackpot-fréttir

    Stálheppinn miðaeigandi í Danmörku var einn með fyrsta vinning og fær hann rúmlega 1,5 milljarð í sinn hlut. Þrír skiptu 2. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmar 47 milljónir króna. Tveir miðann voru keyptir í Þýskalandi og einn í Noregi. Þá voru 4 með 3. vinning hlýtur hver þeirra  rétt tæpar 20 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Spáni og tveir í Þýskalandi.
    Enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins, en tveir fengu 2. vinning og fær hvor þeirra 100.000  krónur. Annar miðinn var keyptur í Lottó appinu en hinn á lotto.is

  • Vann 6 milljónir á Enska getraunaseðilinn
    Getrauna-fréttir

    Hann var frekar hissa Þróttarinn sem fékk símtal frá Getraunum um að hann hefði verið með 12 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og tæplega 6 milljón krónum ríkari.  Þróttarinn er ekki mikill tippari og var þetta aðeins í fjórða eða fimmta sinn sem hann tippar á Enska getraunaseðilinn. „Mér datt þetta í hug á miðvikudagskvöldinu þar sem ég sat yfir sjónvarpinu að tippa á Enska getraunaseðilinn,  en ég fylgist ekkert með enska boltanum og það kom því á óvart að fá símtal frá Getraunum í morgun“ sagði kátur vinningshafinn.  Miðinn var með sex leiki tvítryggða og eitt merki á sjö leiki og kostaði 832 krónur. Eini leikurinn sem var rangur var Everton – Leeds þar sem tipparinn spáði Leeds sigri en Everton vann leikinn 1-0.
    Enginn var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og því verður risapottur næstkomandi laugardag þar sem vinningsupphæðin fyrir 13 rétta er áætluð 200 milljónir króna.