Um okkur » Fréttir

 • 60 og 160 milljón króna risapottar í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Páskahelgin framundan býður upp á risapotta í getraunum. Á miðvikudagsseðlinum verður tvöfaldur risapottur upp á 60 milljónir króna þar sem vinningsupphæðin fyrir 10 og 11 rétta gekk ekki út á Sunnudagsseðlinum. Á enska getraunaseðlinum á laugardag verður bætt við 13 rétta og tryggt að vinningsupphæðin fari ekki niðurfyrir 160 milljónir króna (11 milljónir sænskra króna). Það er því til mikils að vinna á laugardaginn. 

 • Sumartími í Evrópu – breyttur afgreiðslutími
  Fréttir

  Nú er sumartíminn genginn í garð víðast hvar í Evrópu og hefur það áhrif á hvenær lokað er fyrir sölu í Vikinglotto, EuroJackpot og á Enska getraunaseðlinum.
  Lokað er fyrir sölu klukkan 16:00 á miðvikudögum í Vikinglotto, klukkan 17:00 á föstudögum í EuroJackpot og klukkan 13:00 á laugardögum á Enska getraunaseðlinum.

 • Tveir með 1. vinning í Lottó!
  Lottó-fréttir

  Tveir stálheppnir miðahafar skipta með sér 1. vinningi í útdrætti kvöldsins og hlýtur hvor þeirra rúmlega 40 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1, Bíldshöfða í Reykjavík og á heimasíðu okkar, lotto.is

  Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 544 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1, Kaupvangi 5 á Egilsstöðum og Söluskálanum Björk, Austurvegi 10 á Hvolsvelli.

  Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

  10 voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, tveir miðar í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði, fjórir miðar á heimasíðu okkar, lotto.is, tveir miðar í Lottó appinu og einn miði er í áskrift.

  Heildarfjöldi vinningshafa var 13.774.

 • Úrslit í EuroJackpot 26. mars 2021
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 77,2 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og Slovakíu. Þrír miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 36,3 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi og tveir í Þýskalandi.

  Það var heppinn Íslendingur sem var svo einn af þeim 52 sem skipta með sér 4. vinning og hlýtur hann 699 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

  Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Mini Market, Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.534.

 • Vikinglotto - úrslit 24. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir heppnir spilarar í Noregi og Danmörku skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig tæpar 18 milljónir króna í vinning. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk út og hlýtur hann 1.777.940 krónur í vinning. Miðinn var í áskrift.

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru  keyptir á heimasíðunni okkar Lotto.is og á appinu.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.190

 • Lottó - fimmfaldur pottur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því fimmfaldur í næstu viku.

  Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra tæpar 159 þúsund krónur . Miðarnir voru keyptir í Prinsinum Þönglabakka í Reykjavík, einn miðinn var í áskrift og þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu.

  Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra 2 milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og hinn miðinn var keyptur í Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík. 

  Þá voru sex miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 við Hringbraut í Reykjavík, Fjarðarkaup í Hafnarfirði, á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði, einn miðinn var í áskrift og tveir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.

 • Úrslit í Eurojackpot 19. mars
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni,en ellefu skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 26 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Lettlandi, Slóveníu, Slovakíu og átta miðanna voru keyptir í Þýskalandi.

  Átta skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rétt tæpar 13 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi nema einn, sem var keyptur í Noregi.

  Einn miðahafi var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann í Skálanum í Þorlákshöfn.

 • Úrslit í Vikinglottó 17. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir heppnir Norðmenn skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmar 35 milljónir króna í vinning.
  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og var það heppinn miðahafi sem keypti miða sinn í N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík sem hlaut vinninginn. Fær hann rúmar 3,5 milljónir króna í sinn hlut.  

  Fjórir voru með fjórar tölur réttar í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum sölustöðum; N1 á Ísafirði, Krambúðinni á Flúðum, N1 á Borgarnesi og á N1 í Vestmannaeyjum.

 • Fjórfaldur Lottó pottur næst
  Lottó-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í Lottó í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku. Fimm miðahafar voru þó með bónus vinninginn og fá rúmlega 134 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á Olís Dalvík, tveir hér á lotto.is, einn í Lottó appinu og var einn miðahafinn í áskrift.

  Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker en fimm voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Tveir miðanna voru keyptir í appinu, einn hér á lotto.is og tveir vinningshafar voru í áskrift. Við minnum á að hægt er að gerast áskrifandi hér á vefnum okkar, lotto.is.

 • EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
  EuroJackpot-fréttir

  Það var ljónheppinn lottóspilari í Stuttgart í Þýskalandi sem var aleinn með allar tölur kvöldsins og fær því óskiptan 1. vinning sem hljóðaði upp á rúma 9,7 milljarða.  Fimm skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 85 milljónir króna, fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Tékklandi.  3. vinningur skiptist á milli 13 miðahafa sem hver um sig fær 11,5 milljónir í vasann, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Danmörku, Finnlandi, Hollandi, tveir í Svíþjóð og átta í Þýskalandi.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 100 þúsund kall í vinning, annar miðinn var keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is en hinn í N1 á Hellissandi.