Um okkur » Fréttir

 • EuroJackpott - enginn með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Þrír heppnir skiptu með sér 2. vinningi í EuroJackpot og hlýtur hver þeirra tæplega 140 milljónir. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá þriðji í Finnlandi. Einnig voru það þrír heppnir miðaeigendur sem skiptu með sér 3. vinningi, hver þeirra hlýtur 29.3 milljónir. Einn miðinn var keyptur í Finnlandi en hinir tveir í Þýskalandi. Enginn var með 1. né 2. vinning í Jóker að þessu sinni.

 • Lottó - tveir með 1. vinning!
  Lottó-fréttir

  Tveir ljónheppnir miðaeigendur skiptu með sér 4földum Lottópotti vikunnar og fær hvor þeirra rúmlega 26,4 milljónir í vinning, annar miðinn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík en hinn er í áskrift.  Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rétt tæpar 300 þúsund krónur, tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn er í áskrift, einn var keyptur í Appinu og einn í Hagkaup á Seltjarnarnesi. 

  Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker og fær 2 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík.  Þá voru sex miðahafar með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund kall í vinning hver, tveir miðanna eru í áskrift, tveir voru keyptir í Appinu, einn á lotto.is og einn hjá Jóni & Co í Lóuhólum, Reykjavík.

 • EuroJackpot - úrslit 7. október
  EuroJackpot-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en einn var með 3. vinning og hlýtur hann 148,2 milljónir.  Miðinn var keyptur í Danmörku.  Þrír voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund í sinn hlut, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Videómarkaðnum í Hamraborg, Kópavogi, Krambúðinni Selfossi og N1 við Borgartún í Reykjavík.

 • Tveir unnu tæpar 10 milljónir í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Tveir íslenskir tipparar voru  með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum um helgina og fengu tæpar 10 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn var með 13 rétta í annað sinn á þessu ári, en í sumar vann hann rúmar 4 milljónir króna.

 • Vikinglotto - 2.vinningur til Noregs
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með 1.vinning í útdrætti kvöldsins en heppinn miðahafi í Noregi var með 2.vinning og fékk rétt tæpar 52 milljónir í sinn hlut. Fjórir deildu með sér hinum al-íslenska 3.vinningi og fær hver þeirra rúmar 460 þúsund króna. Tveir miðanna voru keyptir í appinu og tveir eru í áskrift.

  Enginn var með allar tölur réttar og réttri röð í Jóker kvöldsins en 7 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á eftirfarandi stöðum; N1 við Hringbraut 12, Reykjavík, Olís Garðabæ, Iceland í Engihjalla, Kópavogi, Ungó í Reykjanesbæ, appinu, á lotto.is og einn miði er í áskrift.

 • EuroJackpot - úrslit 4.október
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1.vinning að þessu sinni en tveir heppnir miðahafar á Spáni voru með 2.vinning og fá þeir rúmar 67,5 milljónir hvor. Fjórir miðahafar skiptu með sér 3. vinningnum og fær hver þeirra rúmar 19 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Slovakíu og á Spáni.

  Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum í kvöld, en einn heppinn miðahafi var með 2.vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.

 • Lottó - 4faldur næst!
  Lottó-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti  kvöldsins og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag! Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.

  Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is.

  Níu miðahafar voru með 2.vinning í Jóker og hlýtur hver 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Krambúðinni Firði, Shellskálanum Hveragerði, fjórir á heimasíðu okkar lotto.is, einn í Lottó appinu og tveir miðanna eru í áskrift.

   

 • EuroJackpot - Úrslit 30.september
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir heppnir Þjóðverjar hlutu 2. vinning eða rúmar 124,6 milljónir hvor. Tveir voru með 3.vinning og fá þeir rúmar 70 milljónir hvor. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Finnlandi.

  Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum en tveir hlutu 2.vinning og fá 100 þúsund krónur hvor í sinn hlut. Annar vinningsmiðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Euro Market, Stakkholti 4b.

   

 • Vikinglotto - úrslit 28. september
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna, en einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær sá heppni rúmar 1.6 milljón krónur, en miðinn góði var var keyptur hjá N1, Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði. Enginn var með allar tölur réttar í Jóker en fjórir voru með fjórar réttar, í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Miðarnir eru allir í áskrift.

 • EuroJackpot - úrslit 27. sept.
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1.vinning í þessum útdrætti en einn var með 2.vinning og fær og fær hann rúmlega 125 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Slóvakíu. Fjórir voru með 3.vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 17,7 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Svíþjóð, Ítalíu og Króatíu. Tveir voru með 2. vinning í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðanna var í áskrift og hinn var keyptur á lotto.is