Getraunir
Getraunaleikirnir
okkar
Enski boltinn er 13 leikja seðill einu sinni í viku á laugardögum
Evrópuboltinn er 13 leikja seðill tvisvar í viku, yfirleitt á sunnudögum og miðvikudögum
XG er tippað á hversu mörg mörk verða gerð í hverjum leik á 13 leikja seðli.
Lengjan er leikur þar sem hægt er að tippa á úrslit íþróttakappleikja.
Lengjan beint leikurinn felur það í sér að hægt er að geta sér til um úrslit íþróttakappleikja á meðan viðkomandi íþróttakappleikur fer fram.
Spilað á netinu
Það er auðvelt að spila með á netinu, fyrst þarf að nýskrá sig, því næst innskrá sig og að lokum kaupa miða. Hér fyrir neðan er þetta skýrt út lið fyrir lið.
A) Nýskráning:
Þú byrjar á því að skrá þig inn með rafrænu skilríki og ert síðan leiddur áfram gegnum mjög einfalt skráningarferli. Þegar skráningu er lokið hefur þú fengið notandanafn og lykilorð sem þú notar síðan til að innskrá þig.
B) Innskráning:
Þú slærð inn notendanafn og lykilorð og getur þá keypt og skoðað miða.
C) Kaupa miða:
Þú velur tölur eða tekur sjálfval.
D) Ógildingar:
Hægt er að ógilda keyptan miða samdægurs og er hann þá bakfærður á spilareikning viðkomandi.
E) Vinningsgreiðslur:
Vinningar að upphæð lægri en 200.000 krónur eru greiddir beint inn á spilareikning viðkomandi. Ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við vinningshafa.
Útreikningur vinninga 1X2
Útreikningur vinninga í getraunum á Íslandi
Íslenskar getraunir eru í samstarfi með Svenska Spel sem reka Getraunir í Svíþjóð og Phumelela sem reka getraunir í Suður Afríku. Þess vegna stýrist bæði verð getraunaraðar og upphæð vinninga að hluta til af gengi sænsku krónunnar. Samstarfið gefur Íslenskum getraunum möguleika á að bjóða upp á jafn háa vinningspotta og raun ber vitni. 65% af sölu fer í vinninga.
Áður en vinningsflokkur er greiddur út er vinningsupphæðin fyrir hverja röð í hverjum vinningsflokki fyrir sig, lækkuð í næstu jöfnu krónu í Svíþjóð.
Á Íslandi er vinningsupphæð fyrir hverja röð lækkuð um 1% og síðan niður í næsta jafna tug.
Mismunandi útreikningur er á vinningsupphæðum á milli Enska seðilsins og Evrópuseðlanna.
Vinningsupphæðin í Enska seðlinum skiptist þannig milli flokka
40% af vinningsupphæðinni fer í 1. vinning (13 rétta)
15% af vinningsupphæðinni fer í 2. vinning (12 rétta)
12% af vinningsupphæðinni fer í 3. vinning (11 rétta)
25% af vinningsupphæðinni fer í 4. vinning (10 rétta)
8% af vinningsupphæðinni fer í tryggingasjóð sem tryggir að vinningur verði aldrei lægri en 10 milljónir sænskra króna ef einn stakur tippari er með 13 rétta á einni röð. Enn fremur er sjóðurinn notaður til að hækka vinningsupphæð í fyrsta flokki í sérstökum tilvikum.
Vinningsupphæðin í Evrópuseðlunum skiptist þannig milli flokka
39% af vinningsupphæðinni fer í 1. vinning (13 rétta)
22% af vinningsupphæðinni fer í 2. vinning (12 rétta)
12% af vinningsupphæðinni fer í 3. vinning (11 rétta.
25% af vinningsupphæðinni fer í 4. vinning (10 rétta)
2% af vinningsupphæðinni fer í tryggingasjóð sem notaður er til að hækka vinningsupphæð í fyrsta flokki í sérstökum tilvikum.
Dæmi um útreikning í 1. vinningsflokki (13 réttir) í Enska seðlinum
Forsendur fyrir útreikningi eru:
20.000.000 raðir eru seldar í Svíþjóð og Suður Afríku á 1 sænska krónu.
400.000 raðir eru seldar á Íslandi.
Verð raðar er 13 krónur. Alls koma fram 7 raðir með 1. vinning.
20.000.000 X 0.65 (sem er vinningshlutfallið) =13.000.000 Skr sem myndar vinningspottana.
13.0000.000 raðir X 13 krónur = 169.000.000 Íkr.
400.000 raðir X 0.65 = 260.000 Skr sem myndar vinningspottana.
260.000 X 13 krónur (sem er söluverð raðarinnar) = 3.380.000 Íkr.
Samtals er því vinningsupphæðin 169.000.000 + 3.380.000 = 172.380.000 Íkr.
40% af upphæðinni fer í 1. vinning (13 rétta).
Svíþjóð og S.Afríka; 13.000.000 Skr X 40% = 5.200.000 Skr x 13 = 67.600.000 Íkr
Ísland; 260.000 Skr X 40% = 104.000 Skr X 13 = 1.352.000 Íkr.
Samtals 1. vinningur fyrir 13 rétta er 67.600.000 + 1.352.000 = 68.952.000 Íkr.
7 raðir koma fram með 13 rétta:
68.952.000 /7 = 9.850.285,64.
Dregið frá 1%: 9.850.285,64 X 1% = 9.751.782,79.
Lækkað niður í næsta tug: 9.751.782,79 Íkr lækkar í 9.751.780.
Vinningsupphæðin er því 9.751.780 íslenskar krónur sem tipparar fá fyrir 13 rétta í ofangreindu dæmi.
Sama aðferð er notuð við útreikning á 2. 3. og 4. vinningsflokki.
Reglugerð um getraunir
Á vef innanríkisráðuneytis er að finna upplýsingar um lög og reglugerðir fyrir þá leiki sem Getspá og Getraunir bjóða upp á. Með því að smella á tenglana hér fyrir neðan færð þú upplýsingar um lög og reglugerðir sem tengjast Íslenskum getraunum.
Lög um getraunir nr. 59/1972 á vef Alþingi
Reglugerð fyrir getraunir