Lottóleikir

Lottóleikirnir okkar

  • Lottó er talnaleikur sem Íslendingar þekkja vel. Á hverju laugardagskvöldi klukkan 18:54 eru fimm tölur af 42 dregnar út í beinni útsendingu í sjónvarpinu

  • Víkinglotto hófst hér á landi árið 1993 og er samstarf tíu landa sem eru Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Slóvenía, Belgía og Ísland. Alla miðvikudaga er dregið um hundruði milljóna. 

  • EuroJackpot er spennandi lottóleikur þar sem Ísland ásamt 16 öðrum Evrópulöndum tekur þátt. Til mikils er að vinna en lágmarksvinningsupphæð í fyrsta vinningsflokki er 10 milljónir evra, eða 1,5 milljarðar íslenskra króna í hvert skipti sem dregið er út. Dregið er tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum

Þátttökureglur

Á þátttökukvittun skal koma fram heildartala þeirrar fjárhæðar sem greidd hefur verið, dagsetning útdráttar eða gildistími, og öryggisnúmer sem auðkennir viðkomandi afgreiðslu.

Áður en þú yfirgefur síðuna skaltu ganga úr skugga um að þátttökukvittun sé í samræmi við valdar tölur.

Spilað á netinu

Það er auðvelt að spila með á netinu, fyrst þarf að nýskrá sig, því næst innskrá sig og að lokum kaupa miða.  Hér fyrir neðan er þetta skýrt út lið fyrir lið.

A) Nýskráning:

Þú byrjar á því að skrá þig inn með rafrænu skilríki og ert síðan leiddur áfram gegnum mjög einfalt skráningarferli. Þegar skráningu er lokið hefur þú fengið notandanafn og lykilorð sem þú notar síðan til að innskrá þig.

B) Innskráning:

Þú slærð inn notendanafn og lykilorð og getur þá keypt og skoðað miða.

C) Kaupa miða:

Þú velur tölur eða tekur sjálfval.

D) Ógildingar:

Hægt er að ógilda keyptan miða samdægurs og er hann þá bakfærður á spilareikning viðkomandi.

E) Vinningsgreiðslur:

Vinningar að upphæð lægri en 200.000 krónur eru greiddir beint inn á spilareikning viðkomandi. Ef um hærri vinninga er að ræða er haft samband við vinningshafa.

Áskriftir

Alla leiki Íslenskrar getspár er hægt að hafa í áskrift þ.e. Lottó, Vikinglotto, EuroJackpot og Jóker.

Áskrift er í gildi þar til henni er sagt upp eða ekki fæst skuldfærsluheimild.

Áskrifendur greiða einungis fyrir fjóra útdrætti í hverjum mánuði jafnvel þó að útdrættir séu fleiri.

Áskrifendur fá því alltaf að minnsta kosti 4 vikur fríar á hverju ári (á hverju 52 vikna tímabili).

Greiðslur eru færðar mánaðarlega af greiðslukortareikningi áskrifenda og sömu tölurnar gilda í hverjum útdrætti.

Þegar vinningur, lægri en 200.000 krónur, kemur á miðann greiðist vinningurinn beint inná greiðslukortareikning vinningshafans.

Ef vinningur er hærri en 200.000 krónur hefur starfsmaður Íslenskrar getspár samband við vinningshafann um greiðslufyrirkomulag vinnings.

Ekki er hægt að innheimta áskriftarvinninga á sölustöðum.

Hægt er að skoða áskriftir sínar með því að skrá sig sem notanda hér

Reglugerðir

Á vef dómsmálaráðuneytis er að finna upplýsingar um lög og reglugerðir fyrir þá leiki sem Getspá og Getraunir bjóða upp á. Með því að smella á tenglana hér fyrir neðan færð þú upplýsingar um lög og reglugerðir sem tengjast Íslenskri getspá.

Lög um talnagetraunir nr. 26/1986

Reglugerð fyrir talnagetraunir