Skilmálar áskriftar

 1. Áskrift
  Áskrifandi velur tölur á netsíðu Íslenskrar getspár (lotto.is) fyrir viðkomandi leik. Tölvukerfi Íslenskrar getspár sendir síðan áskrifanda tölvupóst til staðfestingar á því að áskrift hans hafi verið móttekin. Áskriftarsamningur telst kominn á þegar valdar tölur og leikur hefur verið skráður í tölvukerfi Íslenskrar getspár og greiðsla/heimild hefur borist frá viðkomandi kortafyrirtæki. Valdar tölur skulu standa óbreyttar á meðan á áskrift stendur.
   

 2. Greiðslur
  Þegar áskrift er stofnuð er greitt fyrir þá útdrætti sem eftir eru fram að fyrstu mánaðarlegu greiðslu. Síðan er greitt einu sinni í mánuði fyrir fjóra útdrætti samkvæmt verðskrá á hverjum tíma, greitt er fyrir 4 útdrætti þó svo útdrættir mánaðarins séu fleiri en 4. Íslensk getspá greiðir vinninga sem nema allt að kr. 100.000 beint inn á kortareikning áskrifanda. Greiðsla hærri vinninga fer eftir samkomulagi við vinningshafa/áskrifanda og gilda þar sömu reglur og um aðra stóra vinninga hjá Íslenskri getspá.

  Greiðslur eru innheimtar á það kort sem áskrifandi gefur upp við upphaf áskriftar eða það kort sem áskrifandi setur inn á spilareikning sinn síðar. Hafi áskrifandi fengið nýtt kort í stað korts sem hefur verið lokað ber áskrifanda að fylgjast með hvort mánaðarlegar greiðslur flytjist á milli korta. Sé ekki unnt að skuldfæra kort fellur áskrift úr gildi. 
   

 3. Takmörkun ábyrgðar
  Áskrifandi skal ganga úr skugga um að valdar tölur á þátttökustaðfestingu Íslenskrar getspár séu í samræmi við þær tölur sem áskrifandi valdi á heimasíðu Íslenskrar getspár (lotto.is).
   

 4. Gildistími
  Leikvika er frá sunnudegi til laugardags. Fyrsti útdráttardagur í áskrift er laugardagur (Lottó) í þeirri leikviku sem áskriftarsamningur er gerður. Lágmarksbinditími er 4 vikur.

  Áskrift fellur úr gildi
  -    við uppsögn áskrifanda;
  -    ef synjað er um færslu á greiðslukorti eða greiðsla berst ekki Íslenskri getspá, t.d. ef kort áskrifanda fellur úr gildi eða ekki er heimild til skuldfærslu;
  -    ef áskrifandi brýtur gegn skilmálum.
   

 5. Uppsögn
  Uppsögn samningsins er framkvæmd á vef Íslenskrar getspár. Áskrifandi getur sagt upp áskrift með því að velja ,,Eyða“ í lista yfir áskriftir sem notandinn á hjá Íslenskri getspá.
   

 6. Annað
  Að öðru leyti gildir reglugerð um talnagetraunir sem gefnir eru út af innanríkisráðuneytinu. Skilmálum þessum getur Íslensk getspá breytt hvenær sem er án fyrirvara.