Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en einn fékk óskiptan 2. vinning sem var að upphæð kr. 188,2 millónir. Miðinn var keyptur í Póllandi. Sex skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra 17,7 milljónir, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Svíþjóð, Slóvakíu, Finnlandi, Þýskalandi og tveir í Noregi. Á meðal þeirra tólf sem voru með 4. vinning var einn á Íslandi en sá er með tölurnar sínar í áskrift, hlýtur hver þeirra rúmlega 1,4 milljón í vinning.
Tveir voru með 2. vinning í Jóker og fá þar með 125 þúsund kall í vasann, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í appinu. Hins vegar var enginn með 1. vinning í Jóker.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi í þessum útdrætti var 2,034.