Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot útdrætti kvöldsins en fimm miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir rúmar 42 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Tékklandi, Hollandi og tveir í Þýskalandi. Átta voru svo með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 14,8 milljónir króna í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir voru keyptir í Finnlandi, Ungverjalandi, Svíþjóð og Noregi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jókernum að þessu sinni.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - úrslit 10. desember
10. Dec 2024, 20:41