Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en sjö miðaeigendur voru með 3. vinning og fær hver þeirra rétt tæpar 33 milljónir króna í sinn hlut. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en tveir fengu 2. vinning og fær hvor þeirra 100.000 krónur. Annar miðinn var keyptur á lotto.is og hinn er í áskrift.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.728