1. vinningur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmlega 585,9 milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi og einn í Noregi. Átján miðaeigendur voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 17,8 milljónir króna. 13 miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir á Spáni, einn í Litháen, einn í Svíþjóð og einn í Finnlandi. Einn heppinn Íslendingur var með 4. vinning sem færir honum rúmar 930 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Enginn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jókernum í kvöld en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hvor. Miðarnir voru keyptir í Lottó appinu.