Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í Eurojackpot en tveir miðahafar skiptu með sér 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 98 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Kóatíu og í Þýskalandi. Þá voru fjórir miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 27 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Hollandi, Noregi og í Póllandi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Lottó appinu og hinn miðinn er í áskrift.
Fréttir
eurojackpot
Úrslit í EuroJackpot 16. desember
16. Dec 2025, 19:59