Einn heppinn Þjóðverji var með 1. vinning í EuroJackpot kvöldsins og fær fyrir það rúma 9,7 milljarða. Þá voru tveir með 2. vinning og fá fyrir það rúmar 169,1 milljónir. Annar miðinn var keyptur í Þýskalandi og hinn í Póllandi. 11 miðahafar skiptu með sér 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 17,3 milljónir króna. Níu miðar voru keyptir í Þýskalandi, einn í Svíþjóð og einn á Spáni.
Heppnin var með einum Jóker spilara í kvöld en hann hreppti 1. vinninginn og fær fyrir það 2,5 milljónir. Vinningsmiðinn var keyptur í lottó appinu. Enginn var með 2. vinning.