Þýskur miðaeigandi hafði heppnina með sér, en hann var einn með 1. vinning sem var rúmlega 5,4 milljarðar króna. Fimm voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 54 milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Finnlandi og einn í Póllandi. Þá skiptu sex miðaeigendur 3. vinningi á milli sín og fá þeir rúmar 25 milljónir króna hver. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Póllandi og Noregi.
Þrír voru með 2. vinning í Jókernum í kvöld og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Stórhjalla 2 í Kópavogi, lotto.is og einn er í áskrift.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
17. Nov 2023, 20:11