Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en tveir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra rétt rúmar 147,8 milljónir króna í vinning. Þrír miðahafar skiptu með sér 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 55,5 milljónir í sinn hlut.
Einn heppinn Jóker spilari var með allar tölur réttar í réttri röð og fær hann 2,5 milljónir fyrir það. Miðinn var keyptur á Lotto.is. Fjórir voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á N1 Selfossi, lottó appinu og tveir á lotto.is