Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 64,2 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Þýskalandi og þrír í Slovakíu. Ellefu miðahafar voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 16,4 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Hollandi, Spáni, Finnlandi, þrír í Slovakíu og fimm í Þýskalandi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jókernum í kvöld.