Enginn var með 1. vinning þennan föstudaginn en fimm skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 111 milljónir króna, fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Nítján miðaeigendur deildu með sér 3. vinningi og fær hver um sig 16,5 milljónir í sinn hlut, þrettán þeirra keyptu miðana sína í Þýskalandi en aðrir í eftirtöldum löndum; Noregi, Danmörku, tveir í Svíþjóð og tveir í Eistlandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn var með 2. vinning sem er upp á 100 þúsund kall og keypti hann miðann í Mini Market í Reykjanesbæ.