Sá stóri gekk ekki út að þessu sinni í EuroJackpot en þrír miðahafar voru með 2. vinning sem veitir þeim rúmar 79 milljónir króna. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi.
Þá voru sex miðhafar með 3. vinning sem er að þessu sinni rúmar 16,7 milljónir á hvern vinningshafa. Fjórir miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Danmörku og einn í Eistlandi og Póllandi.
Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð en sex voru nálægt því með fjórar tölur réttar og í réttri röð. Hljóta þeir 125 þúsund krónur fyrir það.
Þrír miðar voru keyptir í Hagkaup Skeifunni, einn í Söluskálanum Björk á Hvolsvelli, einn í appinu og einn á lotto.is.