Enginn var með 1. vinning í þessum föstudagsútdrætti en einn fékk óskiptan 2. vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 265 milljónir króna, miðinn var keyptur í Svíþjóð. 3. vinningur skiptist á milli sex miðahafa og fær hver um sig rétt tæpar 25 milljónir króna, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Ítalíu og tveir í Þýskalandi.
Af Jóker er það að segja að enginn var með 1. vinning en einn var með 2. vinning og fær hann 125 þúsund kall í vasann, miðinn var keyptur á lotto.is