Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en þrír heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fá þeir rúmar 146,4 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Grikklandi og Finnlandi. Fimm miðahafar voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 30,2 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Slóveníu og þrír í Svíþjóð.
Enginn var með allar tölur réttar í Jóker kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is og einn miðinn er í áskrift.