Heppnin var með miðaeiganda í Slóveníu en hann var einn með 1. vinning og hlýtur að launum rétt tæplega 5,4 milljarða. Heppnin var einnig með miðaeiganda í Tékklandi en sá var einn með 2. vinning og fær hann rúmlega 291 milljón.
Þá voru sjö sem skiptu 3. vinningi á milli sín og fær hver þeirra 23,5 milljónir, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; tveir í Hollandi, einn í Svíþjóð og fjórir í Þýskalandi.
Jóker kvöldsins skilaði einum miðahafa vinning upp á 125,000 krónur, miðinn var keyptur á lotto.is. Enginn var með 1. vinning.