Það voru fjölmargir sem fengu veglega jólaglaðninga í útdrættinum á aðfangadag, reyndar var enginn með 1. vinning en sjö miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 34 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Spáni en hinir í eftirtöldum löndum; Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi. Alls voru þeir þrettán sem skiptu með sér 3. vinningi sem færir hverjum og einum rúmlega 10,3 milljónir, sjö þeirra eru í Þýskalandi og einn í hverju eftirtalinna landa; Danmörku, Tékklandi, Slóveníu og Ungverjalandi. Þá voru tveir miðar keyptir í Noregi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn var með 2. vinning sem nú er upp á 125 þúsund krónur, miðinn var keyptur í Holtanesti í Hafnarfirði.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 2,846