Enginn nældi sér í 1. vinning í EuroJackpot kvöldsins en tveir skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rúmar 86,9 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð og í Þýskalandi. Þá voru fjórir miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 24,5 milljónir króna. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi og tveir í Hollandi.
Jókerinn gekk ekki út í kvöld en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hver. Tveir miðar eru í áskrift en einn var keyptur í Vídeómarkaðinum í Hamraborg.