Enginn var með þann fyrsta í EuroJackpot kvöldsins en einn heppinn Svíi fær óskiptan 2. vinning sem gerir hann rúmum 195,5 milljónum ríkari.
Þá voru tveir heppnir Finnar með þann þriðja og fá þeir hver um sig rúmar 55,1 milljónir króna.
Einn var með 2. vinning í Jóker kvöldsins og fær hann 125 þúsund krónur fyrir það. Miðinn er í áskrift.