Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en tveir skiptu með sér 2. vinning og fá þeir rúmar 139,7 milljónir hvor. Annar miðinn var keyptur í Danmörku en hinn í Svíþjóð. Einnig voru það tveir sem skiptu með sér 3. vinning og fær hvor þeirra rúmar 78,7 milljónir í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Þýskalandi.
Einn heppinn Jókerspilari var með allar tölur réttar í réttri röð og hlýtur 2,5 milljónir króna í vinning. Sá heppni er með miðann í áskrift.
Þá voru þrír með 2. vinning sem færir hverjum þeirra 125 þúsund krónur. Tveir eru með miða í áskrift en sá þriðji keypti miða á N1 Blönduósi.