Miðaeigandi í Suhl í Þýskalandi var einn með 2. vinning að þessu sinni og hlýtur hann tæpar 192 milljónir í vinning. Sjö skiptu með sér 3. vinningi og fær hver um sig rúmlega 15,4 milljónir, þar á meðal var einn miðinn keyptur á Íslandi, nánar tiltekið í Appinu. Hinir miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Spáni, Svíþjóð, Ungverjalandi og þrír í Þýskalandi. Hins vegar gekk 1. vinningur ekki út og flytjast því rúmlega 5,5 milljarðar yfir á næsta útdrátt.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur á mann. Miðarnir eru báðir í áskrift.