Enginn var með 1. vinning þennan föstudaginn en 2. vinningur gekk út og skiptist á milli þriggja spilara, hlýtur hver þeirra rúmlega 87,2 milljónir í vinning. Einn miðinn var keyptur í Danmörku, einn í Hollandi og einn í Þýskalandi. Fimm skiptu með sér 3. vinningi, þrír í Þýskalandi, einn í Tékklandi og einn í Póllandi. Hlýtur hver um sig rúmlega 29,5 milljóna vinning.
Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann 2,5 milljónir, miðinn var keyptur í Appinu.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 2,536.