Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en tveir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hvort þeirra rúmlega 98,3 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Grikklandi og Þýskalandi. Fimm miðahafar deildu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra tæpar 22,2 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Ungverjalandi og þrír í Þýskalandi.
Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en einn áskrifandi var með 2. vinning og fær 125.000 krónur í vasann.