Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir voru með 2. vinning og fá þeir rúmlega 134 milljónir króna hvor. Miðarnir voru keyptir Tékklandi og Danmörku. Þá voru sex miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 25 milljónir króna. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Króatíu, Noregi og á Spáni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir voru með 2. vinning og fá þeir fyrir það 125 þúsund hvor. Annar miðinn var keyptur hjá Olís í Álfheimum en hinn í appinu.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - Úrslit 28. nóvember
28. Nov 2025, 19:58