Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en fjórir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 65,3 milljónir króna. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi en hinir tveir í Danmörku og á Spáni.
Þá voru níu þýskir miðaeigendur með 3. vinning sem færir hverjum þeirra rúmar 16,3 milljónir króna.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jóker kvöldsins.