Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en níu miðaeigendur voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 442,7 milljónir króna í sinn hlut. Átta miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn Spáni. Tólf voru með 3. vinning og fá þeir rúmlega 31 milljón króna hver. Níu miðar voru keyptir í Þýskalandi en hinir voru keyptir í Danmörku, Noregi og á Spáni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miði var keyptur í Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20A í Kópavogi og tveir voru keyptir á lotto.is.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.002.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - úrslit 29. nóvember
29. Nov 2024, 20:26