Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot útdrætti kvöldsins. Sjö heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fá þeir rúmar 525 milljónir króna hver. Einn miði var keyptur í Póllandi, þrír í Danmörku og þrír í Þýskalandi. Sautján miðahafar voru svo með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 19 milljónir króna í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Hollandi, tveir í Póllandi, tveir í Noregi og tólf í Þýskalandi.
Enginn var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð en fjórir voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Esjuskálanum, Vallargrund í Reykjavík, Euro Market, Smiðjuvegi í Kópavogi, N1, Leiruvegi á Akureyri og einn miði er í áskrift.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.215.