Enginn var með 1. vinning þennan þriðjudaginn en hins vegar gengu bæði 2. og 3. vinningur út. Tveir skiptu með sér 2. vinningi og falla rúmlega 84,2 milljónir í hlut hvors þeirra, annar keypti miðann sinn í Póllandi en hinn á Spáni. Þrír deildu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 31,6 milljón, einn í Þýskalandi, einn í Svíþjóð og sá þriðji í Finnlandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn var með 2. vinning, sá keypti miðann sinn á heimasíðunni okkar lotto.is.